Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 107
VI.274 (AM dipl. Isl. fasc. XXV, 6), VI.323 (AM dipl. Isl. fasc. XXVI,
22), VII.344 (AM dipl. Isl. fasc. XXXII, 4) og VII.485 (AM dipl. Isl. fasc.
XXXIV, 37). Í öllum þessum tilfellum reyndist uppskriftin í fornbréfa-
safninu rétt.
Dæmin hér að framan sýna að á seinni hluta 15. aldar er ríkjandi staf-
setning af ber(r) (3.p. et.) með einföldu samhljóði en eldri myndin með
tvöföldu samhljóði finnst þó í sjö skjölum. Ég hef athugað þessi skjöl í leit
að fleiri dæmum sem reyna á þessa breytingu og fundið eitthvað í sex
þeirra (öllum nema V.85). Fjögur skjöl sem hafa fornu myndina ⟨berr⟩
hafa aðrar orðmyndir sem sýna að stytting á rr í bakstöðu hefur átt sér
stað:
(10) V.645 (1473): ⟨huer⟩
V.667 (1474): ⟨huer⟩
VI.323 (1481): ⟨huir⟩, ⟨fyr⟩
VII.344 (1496): ⟨huer⟩
Á hinn bóginn eru tvö skjalanna með dæmi um gamla stafsetningu í
öðrum orðum:
(11) VI.132 (1478): ⟨fyrrgreindan⟩
VI.274 (1480): ⟨hwerr⟩
Þessi vitnisburður er of lítill að vöxtum til að segja til um það hvort þessir
skrifarar viðhéldu hinum fornu myndum almennt og gerðu þá til dæmis
greinarmun á hverr (kk.) og hver (kvk.). Ef þeir gerðu það er að minnsta
kosti óhætt að segja að þeir voru þá í litlum minnihluta.
5. Stytting annarra samhljóða í bakstöðu
5.1 Stytting ss
Fræðimenn hafa gefið styttingu ss í bakstöðu minni gaum en styttingu rr
og hefur það ugglaust ráðið mestu að orð með ss eru töluvert sjaldgæfari.
Jóhannes L. L. Jóhannsson bendir á að ss verði að mestu samfara rr en að
ss styttist þó aldrei í stofni orða:
Sama einföldun, sem á rr, verður og á ss (f. sr), t. d. meis f. meiss, en eigi í
eignar falli. Þar helzt ss vegna sambandsins við hin föllin og önnur orð, t. d.
Um þá hluti eina kýs hugr ombun (DI. I 449, handr. 1400), Sigfús Ljótzson
(DI. IV 339, frbr. 1426). Annars er auðsætt, að ss, einkum þó sé það rótlægt,
er miklu fastara fyrir en rr, þótt rótlægt sé. Þannig helzt ss óbreytt alla tíð í
Stytting langra samhljóða í bakstöðu 107