Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Síða 110
uð. Oskar Bandle fjallar þó um hana í lýsingu sinni á máli Guð brands -
biblíu. Hann bendir á það sem vænta mátti að í Guðbrandsbiblíu er skínn
orðið skín og brýnn orðið brýn. Um nafnorð í nefnifalli eintölu segir hann
eftirfarandi:
NomSg von mask. Subst: durchgängig in dem häufig belegten Þion I Mos
24,52, I Kg 27,5 Psalt 19,12, Es 41,9, Rom 1,1, þionen I Mos 24,5, Matth
10,25 usw., vereinzelt in Hrein »Renntier« V Mos 14,5 fulltijngs Stein I Kg 4
R., jllur Daun Es 3,24 (vgl. dagegen þesse steirn I Mos 28,22 Sueirnen ibid.
22,5 usw.) (Bandle 1956:100)
Ekki er ljóst hvers vegna breytingin er einkum bundin við orðið þjónn en
það orð er algengt í trúarlegum textum. Ef til vill mætti hugsa sér að í
áhrifamiklu menntasetri hafi mállýska með einföldu n í nefnifalli tíðkast
og þar hafi einhverjar prestar lært myndina þjón án þess að breyta tali sínu
að öðru leyti — með þeim hafi breytingin síðan breiðst út. Þannig hugsar
Jón Helgason sér að framburðarnýjungin gvuð hafi náð yfirhendinni (Jón
Helgason 1929b:451). Um orðið þjónn eru þetta þó aðeins getgátur. Erfitt
hefur reynst að rannsaka mállýskumun á Íslandi fyrir siðaskipti enda er
ekki nema endrum og sinnum vitað hvar á landinu tiltekin verk voru
samin eða tiltekin handrit rituð.
Um styttingu í lýsingarorðum finnur Bandle einungis fáein dæmi:
NomSgMask von Adjektiven: nur vereinzelte Beispiele: lat onguan fara vpp
med þier / og ad einginn verde sien hier i nꜳnd Fiallenu II Mos 34,3, Suoddan
Vidur hafde ecke fyrr sien vered II Chr 9,11 Riettsyn Psalt 37,37, Eirn frammsyn
Madur Ordzk 27,12, huer ein lite eigi vppa þad sem hans er Phil 2,4, vgl. auch
Akk ein nyan mann Ephes 2,15 (Bandle 1956:100)
Eins og Bandle (1956:101) bendir á gæti prentvillum verið að kenna um
sum þessara dæma. Heildarmyndin er samt sú að stytting nn í bakstöðu
hefur einhvern tíma verið útbreiddari en hún er í nútímaíslensku.
Ótvíræð rímbundin dæmi eru einnig um þetta í miðaldarímum (sjá áður
Aðalstein Hákonarson 2016:99) en að vísu ekki nema fjögur svo að mér
séu kunn, tvö eru í Grettis rímum:
(16) Af stefnv gengr en sterki dreingr,
stridi mvn sa vallda;
þegninn væn firi Þorfinz bæn
þa skal landz vist hallda. (Grettis rímur VIII.7; Rímnasafn I:92)
Haukur Þorgeirsson110