Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 119
Stytting nn í áhersluatkvæðum (eða einföldun [tn] í [n]) varð almenn í
örfáum orðmyndum, einkum brýnn og skínn. Í orðum eins og þjónn og
beinn urðu nýju nefnifallsmyndirnar þjón og bein á endanum undir en
töluverð merki má sjá um þær bæði í stafsetningu og rími. Hér er ekki
ljóst hvort hljóðbreyting komi við sögu eða hvort breytingarnar snúist
einkum um að óvenjulegt beygingarmynstur verði fyrir skakkaföllum.
Stytting ll (eða einföldun [tl] í [l]) virðist aldrei hafa orðið útbreidd
nema þá helst í sagnmyndinni vill sem keppir við vil í rími miðaldarímna.
Þar hlýtur aftur að vera beygingarleg breyting á ferð sem miðar að því að
útrýma óvenjulegri beygingu. Forna myndin verður þó á endanum ofan á
enda er vel þekkt að algeng orð geti viðhaldið sérkennilegum beygingar-
mynstrum.
Varðveittir eru rímnaflokkar sem sýna engin merki um styttingu
langra samhljóða og eru hér Áns rímur teknar sem dæmi. Finnur Jónsson
benti á að stytting langs r í áhersluatkvæðum á eftir stuttu sérhljóði væri
nothæft einkenni til að tímasetja rímur. Þetta er rétt en gildir trúlega
almennt um styttingu langra samhljóða enda er svo að sjá að skáldið sem
orti Áns rímur hafi notað orðmyndir eins og fúss og skínn.
heimildir
Aðalsteinn Hákonarson. 2016. Aldur tvíhljóðunar í forníslensku. Íslenskt mál og almenn
málfræði 38:83–123.
AM 350 fol. Ljósmyndir á vef. ⟨https://handrit.is/is/manuscript/view/is/AM02-0350⟩.
AM dipl. Isl. fasc. XXV, 5; XXV, 6; XXVI, 22; XXXII, 4 og XXXIV, 37 — frumbréf varð -
veitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
van Arkel-de Leeuw van Weenen, Andrea. 1987. Möðruvallabók. AM 132 Fol. I. Index and
Concordance. Brill, Leiden.
Áns rímur bogsveigis. 1973. Útg. Ólafur Halldórsson. Íslenzkar miðaldarímur II. Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi, Reykjavík.
Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Bibliotheca Arnamagnæana XVII.
Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn.
Björn K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr
fornmálinu. Reykjavík.
Early Icelandic Rímur. 1938. Útg. Ejnar Munksgaard. MS No. 604 4to of the Arna-
Magnæan Collection in the University Library of Copenhagen. (Corpus Codicum
Islandicorum Medii Aevi XI.) Levin & Munksgaard, Kaupmannahöfn.
Finnur Jónsson. 1902. Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie. Tredje bind. Gad,
Kaupmannahöfn.
Finnur Jónsson. 1926–1928. Ordbog til de af Samfund til udg. af gml. nord. litteratur udgivne
rímur samt til de af dr. O. Jiriczek udgivne Bósarimur. Jørgenssen, Kaupmannahöfn.
Flateyjarbók I–III. 1860–1868. Útg. Guðbrandur Vigfússon og C. R. Unger. Christiania.
Stytting langra samhljóða í bakstöðu 119