Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Side 164
Wallin, Isak. 1936. Om det grammatiska subjektet: En semologisk och morfologisk studie [On
the grammatical subject: A semantic and morphological study]. Fritze, Stockholm.
Wood, Jim, and Halldór Ármann Sigurðsson. 2014. Let causatives and (a)symmetric dat-
nom constructions. Syntax 17:269–298.
Zaenen, Annie, Elisabet Engdahl and Joan Maling. 2017. Subject properties in presenta-
tional sentences in Icelandic and Swedish. Victoria Rosén and Koenraad De Smedt
(eds.): The very model of a modern linguist — in honor of Helge Dyvik, pp. 260–281. Bergen
Language and Linguistic Studies 8, Bergen.
Zaenen, Annie, Joan Maling and Höskuldur Thráinsson. 1985. Case and grammatical
functions. Natural Language and Linguistic Theory 3:441–483.
Åfarli, Tor. 1992. The Syntax of Norwegian Passive Constructions. John Benjamins, Amster -
dam.
útdráttur
‘Merkingarlegar hömlur í tilvistarsetningum í íslensku og sænsku’
Lykilorð: tilvistarsetningar, það-innskot, íslenska, sænska, merkingarhlutverk, eiginleg frumlög
Þessi grein fjallar um tilvistarsetningar í íslensku og sænsku, þ.e.a.s. setningar með gervi -
frumlagi eða lepp (það, det) framarlega eða fremst og eiginlegu frumlagi síðar í setningunni,
eins og Það eru mýs í baðkerinu, þar sem eiginlega frumlagið er feitletrað. Það sem fyrst og
fremst er tekið til athugunar er staða eiginlega frumlagsins. Í sænsku getur eiginlega frum-
lagið yfirleitt aðeins staðið inni í sagnliðnum en ekki utan eða framan við hann: Det har
varit en katt i köket ‘Það hefur verið köttur í eldhúsinu’ en ekki *Det har en katt varit i köket.
Í íslensku getur eiginlega frumlagið hins vegar ekki aðeins verið inni í sagnliðnum, Það
hefur verið einhver köttur í eldhúsinu, heldur líka framar í setningunni, á milli persónu -
beygðu sagnarinnar og sagnliðarins, Það hefur einhver köttur verið í eldhúsinu. Þar að auki
er sá munur á málunum að tilvistarsetningar geta innihaldið áhrifssögn í íslensku en ekki
í sænsku (og raunar ekki heldur í mörgum skyldum málum, að ensku meðtalinni): Það hafa
margir stúdentar lesið bókina en ekki *Det har många studenter läst boken. Sameiginlegt
báðum málunum (og mörgum öðrum málum) er að eiginlega frumlagið verður yfirleitt að
vera óákveðið: Það hafa verið mýs í baðkerinu en ekki *Það hafa verið mýsnar í baðkerinu.
Í greininni eru íslenskar og sænskar tilvistarsetningar athugaðar nánar í ljósi kenningar
Platzacks (2010) um tengsl setningarlegrar stöðu rökliða og merkingarhlutverka þeirra.
Athugunin leiðir m.a. í ljós að staða eiginlega frumlagsins innan sagnliðarins er í aðal -
atriðum háð sömu skilyrðum í íslensku og sænsku. Það sem er einna athyglisverðast er að
yfirleitt getur aðeins verið einn rökliður (eiginlega frumlagið) innan sagnliðarins en að þar
er þó sú undantekning á að rökliðirnir geta verið tveir að því tilskildu að eiginlega frum-
lagið sé þema og fari á eftir andlaginu: Það gat beðið barnanna eitthvað skemmtilegt á
kvöldin en ekki *Það gat beðið eitthvað skemmtilegt barnanna á kvöldin. Þetta er einkenni-
leg hamla og sérlegt að hún skuli gilda í báðum málunum.
Engdahl, Sigurðsson, Zaenen and Maling164