Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 172
þeir sem tala hafa í málinu. Eins er mikilvægt að ílagið sé fjölbreytt. Þá
sýna nýlegar rannsóknir að gagnvirkni (e. interactivity) er eitt af grund-
vallarskilyrðum máltileinkunar og að það skipti miklu máli að börn og
unglingar séu virkir þátttakendur í samskiptum (Romeo o.fl. 2018). Rök
hafa verið færð fyrir því að þegar um er að ræða tileinkun annars eða
erlends máls sé jafnvel enn mikilvægara að ílagið sé í ákveðnu magni og af
ákveðnum gæðum en við tileinkun fyrsta máls (sjá t.d. Paradis og Grüter
2014; Pearson 2007) þar sem vökutími einstaklingsins sem er að tileinka
sér málið skiptist milli fleiri mála. Sé þetta sett í íslenskt samhengi er ljóst
að enska er fyrirferðarmikil í málumhverfi barna og unglinga.
Gerður er greinarmunur á hugtökunum annað mál (e. second lan-
guage) og erlent mál (e. foreign language) eftir málumhverfi málhafans
þegar hann lærir málið. Talað er um annað mál þegar tungumál er lært á
eftir móðurmáli á málsvæði markmálsins en erlent mál þegar menn læra,
yfirleitt í skóla, tungumál utan eigin málsvæðis (Birna Arnbjörnsdóttir
2013:209). Enska er vissulega erlent mál í íslensku málsamfélagi en því
hefur þó verið haldið fram að hún stefni í að verða annað mál sem allir
Íslendingar læri og nái þokkalegum tökum á í ljósi sterkrar stöðu hennar
á Íslandi nú á dögum (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir 2014:
181). Rannsóknir hafa sýnt að í ýmsum málsamfélögum virðast mörg
börn sem ekki hafa ensku að móðurmáli öðlast töluverða færni í henni
áður en þau byrja að læra hana í skóla og halda áfram að gera það utan
veggja skólans, t.d. í afþreyingu á borð við tölvuleiki (Sundqvist 2009;
Sylvén og Sundqvist 2012). Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þetta á
einnig við hér á landi þar sem börn, unglingar og ungt fólk virðist að
miklu leyti tileinka sér ensku utan skóla (Ásrún Jóhannsdóttir 2010, 2018;
Birna Arnbjörnsdóttir 2018a og rit sem þar er vísað til).
Í ljósi þess hve enska er áberandi í málumhverfi Íslendinga, einkum í
staf rænu samhengi, er ástæða til þess að rannsaka áhrif stafræns ílags (e. dig-
ital input/electronic media exposure) og málnotkunar á íslensku og ensku.
Með því er átt við ílag sem fæst í gegnum ýmis tæki, eins og sjónvarp,
tölvur og snjalltæki, og málnotkun sem tengist slíkum tækjum, t.d. í
tölvu leikjum. Stafræn tækni býður nú í auknum mæli upp á gagnvirk
samskipti sem geta bæði verið á milli fólks, t.d. með gagnvirkum tölvu-
leikjum, og milli manns og vélar, t.d. með stafrænum aðstoðarmönnum
eins og Siri, Alexu og Google Assistant. Samskiptin eru þ.a.l. svolítið eðlis -
ólík (sjá Eirík Rögnvaldsson 2016; Tinnu Frímann Jökulsdóttur 2018).
Þar sem gagnvirk samskipti eru ein mikilvægasta forsendan fyrir mál -
þroska barna og unglinga er vert að spyrja hver áhrif stafrænnar málnotk-
Dagbjört Guðmundsdóttir o.fl.172