Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 176
um miðlum og snjalltækjum (sjá Eirík Rögnvaldsson 2016; Sigríði Sigur -
jóns dóttur og Eirík Rögnvaldsson 2018a:51). Þess vegna var miðað við að
fá fleiri svör frá ungmennum og aldursbilið í hverjum hópi því haft minna
þar en hjá þeim eldri. Innan hvers aldurshóps var úrtakið handahófs-
kennt. Samtals svöruðu 1.615 einstaklingar3 vefkönnuninni sem jafngildir
41% svarhlutfalli.
Í vefkönnuninni voru samtals um 200 spurningar. Nauðsynlegra bak-
grunnsupplýsinga var aflað, t.d. um kyn, aldur og menntun, og spurt um
viðhorf til íslensku og ensku með því að biðja þátttakendur um að taka
afstöðu til ýmissa fullyrðinga. Þá var spurt um magn og eðli ílags á ís -
lensku, ensku og öðrum málum til að fá sem skýrasta mynd af málum-
hverfi þátttakenda. Ílag var m.a. kannað með því að spyrja um búsetu-
sögu, tungumál í nærumhverfi, tíðni hlustunar, lesturs, tals og skrifa á
íslensku og ensku og með athugun á því hvort og hversu oft þátttakendur
stunduðu ýmsar athafnir (t.d. horfðu á sjónvarp, spiluðu tölvuleiki, læsu
bækur o.s.frv.). Að lokum var málfærni og málkunnátta á íslensku og
ensku prófuð, t.d. orðaforði og ýmis beygingar- og setningarleg atriði, en
auk þess voru lögð fyrir stutt þýðingarverkefni.
Niðurstöður þessarar greinar byggjast á hluta vefkönnunarinnar. Til
þess að kortleggja stafrænt ílag þátttakenda var byggt á spurningum um
snjalltækjaeign og um tölvu- og snjalltækjanotkun auk spurninga um
ýmsar athafnir sem þátttakendur stunduðu a.m.k. tvisvar í viku. Spurn -
ingar um hlustun, lestur, tal og skrif voru svo notaðar til þess að fá mynd
af enskunotkun þátttakenda. Að lokum voru svör við fjórum fullyrðing-
um sem þátttakendur tóku afstöðu til notuð til þess að skoða viðhorf
þeirra til ensku og enskunotkunar. Það skal tekið fram að höfundar geta
ekki fullyrt að allir þátttakendur hafi skilið spurningarnar eins, en reynt
var að orða þær á eins skýran hátt og mögulegt var.
Þátttakendur (N=1.615) gátu hætt þátttöku hvenær sem var í svarferl-
inu og fjöldi svara er því örlítið mismunandi eftir spurningum. Við hverja
spurningu var svarmöguleikinn Vil ekki svara og hér verður fjöldi þeirra
sem völdu hann dreginn frá heildarfjölda svara. Hér á eftir er tilgreint
hversu mörg svör liggja til grundvallar niðurstöðunum í hverju tilviki og
fjöldi svara táknaður með N=[fjöldi] (Dagbjört Guðmundsdóttir 2018:54,
110). Niðurstöðurnar sem kynntar eru í 4. og 5. kafla byggjast á greiningu
Dagbjört Guðmundsdóttir o.fl.176
3 Fjöldi svara í hverjum aldurshópi var eftirfarandi: 13–15 ára = 264; 16–20 ára =
195; 21–30 ára = 157; 31–45 ára = 337; 46–60 ára = 408; 61 árs og eldri = 252. Upp -
lýsingar um aldur vantaði fyrir tvo einstaklinga.