Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 180
stikur annarra súlna er marktækur munur á milli aldurshópa. Á sömu
myndum er punktalína þvert yfir súlurnar sem sýnir meðaltal. Myndir 1 og
2 sýna að meðaltal áhorfs á íslenskar sjónvarpsstöðvar er mun hærra en á
erlendar stöðvar en það skýrist að stórum hluta af miklu áhorfi fólks yfir
þrítugt á þær. Það er svipaður breytileiki á báðum myndum þar sem það eru
marktækt fleiri í eldri aldurshópunum sem horfa a.m.k. tvisvar í viku á sjón-
varp, sbr. öryggisbilin sem stikurnar á myndunum sýna. Elstu þrír aldurs-
hóparnir horfa marktækt oftar á íslenskar sjónvarpsstöðvar en yngri aldurs-
hópar og elstu tveir aldurshóparnir á erlendar stöðvar. Þegar um erlendar
sjónvarpsstöðvar er að ræða er hins vegar töluvert minni mun ur eftir aldri.
Myndir 1 og 2 sýna að ungt fólk á aldrinum 13–30 ára horfir sjaldnar
á sjónvarpsstöðvar en þeir sem eldri eru, hvort sem stöðvarnar eru ís -
lenskar eða erlendar, en reyndar er ekki marktækur munur á áhorfi á þær
síðarnefndu milli 13–15 ára þátttakenda og þeirra sem eru 31–45 ára. Það
er þó áhugavert að sjá að rúmlega helmingur 13–15 ára unglinga horfir á
íslenskar sjónvarpsstöðvar a.m.k. tvisvar í viku. Á íslenskum sjónvarps -
stöðvum er að sjálfsögðu frekar sýnt íslenskt efni en á þeim erlendu en
stór hluti efnis á þeim er eigi að síður á ensku eða öðrum erlendum mál -
um, en það efni er þá alltaf textað á íslensku. Efni á erlendum sjónvarps -
stöðvum er aftur á móti á ensku eða öðru erlendu máli og ef það er með
texta þá er hann líka á erlendu máli, líklega oft ensku.
4.1.3 Nettengt áhorf
Með sífellt greiðari aðgangi að netinu, sem fylgdi m.a. snjalltækjavæðing-
unni, getur almenningur nálgast lifandi myndefni s.s. kvikmyndir, þátta -
raðir og styttri myndbönd eftir fleiri leiðum en áður var og í rannsókninni
var áhorf á myndefni á stafrænum miðlum kannað sérstaklega. Spurt var
hvort þátttakendur horfðu á slíkt efni a.m.k. tvisvar í viku og spurning-
arnar beindust að þrenns konar miðlum: Í fyrsta lagi efni á efnisveitum5
á borð við Netflix, Stöð 2 Maraþon Now og Hulu; í öðru lagi efni af net-
inu sem halað er niður eða streymt, t.d. af YouTube og Vimeo; og í þriðja
lagi efni í smáforritum, t.d. Snapchat og Instagram.
Myndir 3, 4 og 5 sýna niðurstöðurnar. Þar kemur fram að þátttakendur
á aldrinum 13–30 ára, þ.e. þrír yngstu aldurshóparnir, horfa hlutfallslega
Dagbjört Guðmundsdóttir o.fl.180
5 Í einhverjum tilvikum getur verið um sama efni að ræða á efnisveitum og á sjón-
varpsstöðvum og ekki er hægt að fullyrða að þátttakendur hafi greint þar á milli. Valkost -
irnir voru aftur á móti settir upp hlið við hlið í vefkönnuninni og það dregur úr líkum á
þeirri túlkun.