Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Síða 186
Í fyrirlestri sem Iris Edda Nowenstein og Þorbjörg Þorvaldsdóttir héldu
á ráðstefnu árið 2018 var fjallað um niðurstöður úr hluta ítarviðtalanna. Þar
kom fram að það stafræna ílag sem þátttakendur höfðu fengið var að miklu
leyti á ensku, sérstaklega með áhorfi á kvikmyndir, sjónvarpsþætti og efni
af netinu en einnig með tölvuleikjum og það reyndust helst vera samskipti
fólks á samfélagsmiðlum sem fóru fram á íslensku. Það þarf þó að rýna
nánar í þessi gögn, t.d. var engin aldursgreining í niður stöðunum sem Iris
Edda og Þorbjörg kynntu í fyrirlestri sínum. Í ljósi niðurstaðna um stafrænt
málumhverfi þátttakenda og þann mun sem kemur fram á stafrænu ílagi
eftir aldri þeirra er áhugavert að skoða enskunotkun þátttakenda í hlustun,
lestri, tali og ritun. Það verður gert í næsta kafla.
4.2 Enskunotkun þátttakenda
Í þessum kafla eru kynntar niðurstöður um það hversu oft þátttakendur
nota ensku. Þær byggjast á svörum við fjórum spurningum og í niður -
stöð unum er greint á milli virkrar og óvirkrar enskunotkunar. Með óvirkri
notkun er átt við hlustun og lestur. Í spurningunni um hlustun var þátt-
takandi beðinn um að áætla gróflega hversu oft hann hlustaði á talaða
ensku, hvort sem um væri að ræða stuttar eða langar samræður, í eigin
persónu eða í tækjum á borð við síma eða tölvur. Eins tók spurningin til
hlustunar á sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþætti, hljóðbækur og annað
sambærilegt en ekki tónlist. Í spurningunni um lestur var þátttakandi
beðinn að áætla gróflega hversu oft hann læsi texta á ensku, hvort sem um
væri að ræða stutta eða langa texta, á skjá eða á blaði.6 Með virkri notkun
er svo átt við tal og skrif. Í spurningunni um tal á ensku var þátttakandi
beðinn um að áætla gróflega hversu oft hann talaði ensku, þá allt frá stuttu
spjalli til langra samræðna, hvort sem var í eigin persónu eða í gegnum
tæki. Í spurningunni um skrif var þátttakandi beðinn um að áætla gróf-
lega hversu oft hann skrifaði texta á ensku, allt frá stuttum skilaboðum til
Dagbjört Guðmundsdóttir o.fl.186
6 Spurningin um hlustun á ensku hljóðaði svona í vefkönnuninni: „Áætlaðu gróflega
hversu oft að meðaltali þú hlustar á talaða ensku. Spurningin á við allt frá stuttu spjalli við
ferðamenn til langra samræðna á ensku − hvort sem það er í eigin persónu, í síma eða í
gegnum tölvuleiki, forrit á borð við Skype, Snapchat o.s.frv. Spurningin tekur líka til hlust-
unar á sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþætti (e. podcast), hljóðbækur og annað sambæri-
legt. Hér er þó ekki átt við tónlist sem flutt er á ensku.“
Spurningin um lestur á ensku var eftirfarandi: „Áætlaðu gróflega hversu oft að meðal -
tali þú lest texta á ensku. Hér er átt við allt frá skilaboðum í forritum eins og Messenger
og stuttum textum á samfélagsmiðlum til lesturs bóka og blaðagreina.“