Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 187
langra ritgerða eða annarra texta, hvort sem væri á skjá eða á blaði.7 Niður -
stöðurnar eru sýndar á myndum 8 og 9.
Svarmöguleikarnir voru á eftirfarandi fimm punkta Likert-kvarða: 1
– Sjaldnar en á 6 mánaða fresti; 2 – Á 2–6 mánaða fresti; 3 – Nokkrum
sinnum í mánuði; 4 – Nokkrum sinnum í viku; 5 – Daglega. Hverjum
þátttakanda voru gefin stig eða einkunn í samræmi við númer svaranna,
t.d. 3 ef svarið var „Nokkrum sinnum í mánuði“. Út frá þeim voru svo
reiknuð meðaltöl fyrir aldurshópana. Mynd 8 sýnir meðaltal í hverjum
hóp fyrir hlustun að viðbættu meðaltali fyrir lestur og mynd 9 sýnir
meðal tal tals að viðbættu meðaltali fyrir skrif. Þar sem svörin eru á fimm
punkta kvarða gat hver þátttakandi hæst fengið 5 í einkunn fyrir hvorn
þátt, samtals 10 sem er hæsta talan á lóðrétta ásnum. Minnst var hægt að
fá 1 fyrir hvorn þátt, samtals 2 og því er það lægsta tala ássins. Þetta þýðir
að því hærri sem súlurnar eru, því hærri er tíðni enskunotkunar þátttak-
enda að meðaltali.
Myndir 8 og 9 sýna að enskunotkun er töluvert mikil í öllum aldurs-
hópum og aldurskúrfan er svipuð hvort sem um er að ræða óvirka eða
virka málnotkun. Fólk á aldrinum 13–45 ára notar ensku álíka mikið að
meðaltali en enskunotkun fer minnkandi í tveimur elstu aldurshópunum.
Virk notkun ensku er minni en óvirk eins við var að búast, t.d. miðað við
mikið áhorf þátttakenda á sjónvarp og efni á efnisveitum og á netinu. Eigi
að síður er virk enskunotkun mikil, einkum í þremur yngstu aldurshóp-
unum. Raunar er hún einnig mikil í eldri aldurshópunum, þótt hún sé
töluvert undir meðaltali hjá 61 árs og eldri.
Niðurstöðurnar eru í samræmi við það sem rannsóknir Birnu Arn -
björnsdóttur (2018b:42–43) og félaga á enskunotkun Íslendinga á árunum
2005–2011 leiddu í ljós. Niðurstöður þeirra sýndu skýran mun á virkri og
óvirkri enskunotkun eftir aldri. Tíðni hlustunar á ensku var mjög mikil í
öllum aldurshópum en tíðni lesturs, tals og skrifa á ensku var minni í öll -
um hópunum og fór minnkandi með aldrinum. Á heildina litið var óvirk
enskunotkun því meiri en virk en yngra fólk las, talaði og skrifaði mun
meiri ensku en þeir sem eldri voru. Birna (2018b:44) segir að ensku-
Stafrænt málsambýli íslensku og ensku 187
7 Spurningin um tal á ensku var svona: „Áætlaðu gróflega hversu oft að meðaltali þú
talar ensku. Spurningin á við allt frá stuttu spjalli við ferðamenn til langra samræðna á
ensku − hvort sem það er í eigin persónu, í síma eða í gegnum tölvuleiki, forrit á borð við
Skype, Snapchat o.s.frv.“
Spurningin um skrif á ensku var eftirfarandi: „Áætlaðu gróflega hversu oft að meðal-
tali þú skrifar texta á ensku. Hér er átt við allt frá skilaboðum í forritum eins og Messenger
og stuttum textum á samfélagsmiðlum til ritgerða og lengri texta.“