Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 198
Með línulegri að hvarfs greiningu má því sjá hvort niðurstöður um staf-
ræna málnotkun þátttakenda (sjá kafla. 4.1.1 til 4.1.4) og viðbrögð þeirra
við fullyrðingunum fjórum sem ætlað var að kanna viðhorf (sjá kafla 4.3)
geti að einhverju leyti skýrt hversu mikið einstakir 13–15 ára þátttakend-
ur sögðust nota ensku.
Niðurstöðurnar verða sýndar í töflum og dreifiriti. Í hverri töflu tákn-
ar R2 (e. R squared) skýringarhlutfall breytileikans út frá breytunum sem
sýndar eru í töflunni og felur því í sér forspárgildi líkansins9 í heild. Gildi
R2 er reiknað út með því að keyra saman staðalvilluna í gögnunum, þ.e.
breytileikann, við spágildin. R2=0,1252 þýðir þá að þær breytur sem tafl-
an sýnir (t.d. sjónvarpsáhorf, netáhorf og tölvuleikjaspilun) skýri 12,52%
af heildarbreytileika annarrar breytu (t.d. enskunotkunar). Aftan við R2
er marktækni líkansins í heild sýnd miðað við marktæknimörkin p < 0,05
en það segir til um hversu nákvæmlega úrtaksgildið spáir fyrir um hin
raunverulegu gildi í þýðinu. Hér er miðað við 95% öryggisbil sem táknar
að 95% líkur eru á að spáin sé rétt.10
Í töflunum eru niðurstöður um stafræna notkun þátttakenda settar
saman í spálíkan til þess að athuga hversu vel þær spá fyrir um ensku-
notkun unglinganna og síðan eru niðurstöður um viðhorf notaðar í annað
spálíkan. Aftan við hverja breytu í líkönunum eru tvær tölur. Sú fyrri,
svonefnd hallatala, sýnir áhrif breytunnar til aukningar eða minnkunar á
spágildi um þá breytu sem verið er að sýna fylgni við. Sem dæmi má taka
tölur úr töflu 1, en þar er hallatalan fyrir breytuna „nettengt áhorf“ 0,3313.
Hún sýnir að óvirk notkun ensku eykst um 0,3313 við hverja einnar ein-
ingar aukningu á frumbreytunni („nettengt áhorf“). Hallatalan segir því
til um hve miklar breytingar verða á óvirkri enskunotkun við áhorf á efni
á netinu. Hægt að tala um að stök breyta í spálíkani hafi spágildi ef mark-
tækni er til staðar. Því hærri sem hallatalan er, því betra spágildi hefur
breytan „nettengt áhorf“ um óvirka enskunotkun þátttakenda. Þá er lík-
legt að óvirk notkun ensku geti aukist eftir því sem meira er horft á efni
á netinu. Síðari talan sýnir hvort spágildið er marktækt miðað við mark-
tæknimörkin p < 0,05. Mikilvægt er að taka fram að forspárgildi er ekki
Dagbjört Guðmundsdóttir o.fl.198
9 Þegar talað er um spálíkan er átt við eftirfarandi töflur, þ.e. þær tölfræðiupplýsingar
sem þær sýna.
10 Aftan við R2 í töflunum er sýnt svokallað F-próf og p-gildi en þetta tvennt gefur
upplýsingar um hvort heildarlíkanið í aðhvarfsgreiningunni sé marktækt. Því er oft talað
um þessar upplýsingar sem allsherjarpróf á líkanið. Hér er ekki nauðsynlegt að fara nánar
út í það hvernig tölurnar eru fengnar eða hvað þær tákna, fyrir utan það sem hefur verið
sagt um marktækni líkansins í heild.