Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 199
það sama og orsakasamband. Niðurstöður greiningarinnar gefa vísbend-
ingar um það hvað getur haft áhrif á enskunotkun íslenskra unglinga þótt
ekki sé hægt að fullyrða það. Þetta er því grunnur að frekari gagnagrein-
ingu innan rannsóknarverkefnisins.
5.1 Forspárgildi stafrænnar notkunar
Niðurstöður sem sagt var frá í kafla 4.1 sýndu að notkun unglinga á staf-
rænum tækjum og miðlum var mikil og fólst í því að horfa á efni á netinu
og spila tölvuleiki. Hér verður kannað með aðhvarfsgreiningu hvort þess-
ir þættir hafi forspárgildi um enskunotkun þeirra, bæði virka og óvirka.
Búast má við að áhorf á efni á netinu (sjá kafla 4.1.3) hafi gott forspárgildi
um óvirka enskunotkun unglinganna þar sem þeir horfðu mikið á slíkt
efni og miklar líkur eru á að það sé á ensku. Tafla 1 sýnir niðurstöður úr
athugun á því hvaða breytur spá helst fyrir um óvirka notkun ensku, en
sex breytur eru settar saman í spálíkanið.
Breyta Áhrif Marktækni
Nettengt áhorf 0,3313 p < 0,001
Tölvuleikir án samskipta 0,3128 p < 0,01
Íslenskar sjónvarpsstöðvar -0,3702 p < 0,01
Dagleg notkun tölva og snjalltækja 0,1086 p = 0,238
Tölvuleikir með samskiptum 0,1034 p = 0,501
Erlendar sjónvarpsstöðvar 0,0112 p = 0,936
R2=0,1252 (F(6, 230) = 5,485) p < 0,001
Tafla 1: Forspárgildi stafræns málumhverfis um óvirka enskunotkun 13–15 ára
unglinga. N=237.
Af þeim sex breytum sem hér eru settar saman til að endurspegla stafrænt
málumhverfi unglinganna hefur það mest áhrif á óvirka notkun ensku
hvort unglingarnir horfa meira en tvisvar í viku á efni gegnum netið. Það
sést á því að hallatalan aftan við breytuna „nettengt áhorf“ er sú hæsta í
töflunni. Ástæðan er sennilega sú að mikið af því efni sé á ensku. Þótt það
sama eigi að einhverju leyti við um erlendar sjónvarpsstöðvar sýna niður -
stöður í 4. kafla hins vegar að unglingar horfa frekar á efni á netinu en á
erlendar sjónvarpsstöðvar (sjá myndir 2–5). Næstbesta spágildið hafa
tölvuleikir án samskipta sem margir bjóða bara upp á enskt viðmót, ekki
Stafrænt málsambýli íslensku og ensku 199