Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 200
íslenskt. Marktækni er til staðar við báðar þessar breytur og þær hafa því
forspárgildi um óvirka notkun ensku.
Aðrar breytur í líkaninu hafa ekki marktæk áhrif. Athygli vekur að
áhrifstala áhorfs á íslenskar sjónvarpsstöðvar er neikvæð (-0,3702) en samt
sem áður marktæk. Það bendir til þess að þeir sem horfa á íslenskt sjón-
varpsefni a.m.k. tvisvar í viku séu ólíklegri til að hlusta á og lesa ensku en
þeir sem gera það ekki. Tölfræðilíkanið í heild hefur marktækt forspár-
gildi um rúmlega 12,5% af breytileika í niðurstöðunum eins og R2-talan
neðst í töflunni sýnir og virðist því geta skýrt óvirka enskunotkun (hlust -
un og lestur) íslenskra unglinga að hluta til. Erfitt er að segja til um hversu
hátt R2 þarf að vera til að teljast „gott“ forspárgildi. Það er aftur á móti
ljóst að þegar verið er að athuga félagsmálvísindalega þætti eru forspár-
gildi almennt lág þar sem það er óumdeilanlegt að margt annað kemur til
en þær breytur sem eru til skoðunar. Þessar niðurstöður gefa hins vegar
ákveðnar vísbendingar, sérstaklega ef marktækni er til staðar.
Í töflu 2 er sambærilegt líkan fyrir virka enskunotkun. Sjónvarps stöðv -
um er sleppt vegna þess að þær höfðu ýmist neikvæð áhrif (íslenskar sjón-
varpsstöðvar) eða ekki marktæk áhrif (erlendar sjónvarps stöðvar) á óvirka
notkun ensku og því þótti ólíklegt að þær gætu haft áhrif á virka ensku-
notkun unglinganna.
Breyta Áhrif Marktækni
Tölvuleikir með samskiptum 0,5421 p < 0,01
Dagleg notkun tölva og snjalltækja 0,3954 p < 0,001
Tölvuleikir án samskipta 0,2260 p = 0,334
Nettengt áhorf 0,2195 p = 0,112
R2=0,076 (F(4, 232) = 4,774) p < 0,001
Tafla 2: Forspárgildi stafræns málumhverfis um virka enskunotkun 13–15 ára
unglinga. N=237.
Tafla 2 sýnir að tölvuleikir með samskiptum spá best fyrir um virka notk-
un ensku, en þeir fela einmitt í sér virka málnotkun. Viðmót flestra tölvu-
leikja er á ensku, hvort sem þeir eru gagnvirkir eða ekki, en í gagnvirkum
tölvuleikjum getur notkun ensku orðið meiri ef spilarar notfæra sér mögu -
leika á samskiptum við fólk annars staðar í heiminum. Eins eru dæmi um
að íslenskir spilarar noti ensk orð og frasa beint úr leiknum í samtölum
meðan á honum stendur (Helga Hilmisdóttir 2020). Spálíkanið virðist því
Dagbjört Guðmundsdóttir o.fl.200