Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Side 215
á samtölum í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á að viðmælendur miði fyrst
og fremst við þekkingu sína á setningaskipan til að sjá fyrir möguleg lotu-
skipti en að einnig sé tekið tillit til hljómfalls, líkamstjáningar og merk-
ingar, þ.e. að lotueiningin sé merkingarbær í sínu samhengi (Sacks, Schegloff
og Jefferson 1974, Ford og Thompson 1996). Segja má að samskiptamál -
fræðin leggi áherslu á að skoða myndun lotueininga og samvinnuna sem
liggur þar að baki frekar en að líta á þær sem afrakstur sem skoða má án
samhengis.
Í brautryðjendaverki sínu um lotuskipti í samtölum lýsa Sacks, Scheg -
loff og Jefferson (1974:722) þrískiptingu lotunnar:
Turns display gross organizational features that reflect their occurrence in a
series. They regularly have a three-part structure: one which addresses the
relation of a turn to a prior, one involved with what is occupying the turn,
and one which addresses the relation of the turn to the succeeding one.
These parts regularly occur in that order, an obviously rational ordering for
an organization that latches a turn to the turns on either side of it.
Með tilvísun í hugmyndir Sacks, Schegloff og Jefferson hefur Auer
(1996) skipt hverri lotueiningu í þrjá fasa: forfasa (e. pre-front field), kjarna
með setningafræðilegri skipan (e. core syntactic gestalt2) og lokafasa (e. post-
end field). Hlutverk forfasa er að sjá til þess að mælendaskipti gangi greið -
lega fyrir sig og að undirbúa aðra þátttakendur undir kjarna lotunnar. Þar
koma t.d. fyrir ávörp, ýmis hljóð sem gefa til kynna að viðkomandi ætli
að taka til orða (mmm, .hhhh, varir færast í sundur) auk ýmissa smáorða,
þ.e. orðræðuagna, sem gefa vísbendingar um hvernig lotan tengist fyrri
lotu eða lotum (t.d. núnú, sko, en hérna, jæja, ha og allavega) (sjá líka
umræður Schegloff 1996 um pre-beginnings). Algengt er að samhliða tal
eigi sér stað einmitt við þessi mót auk þess sem það er töluvert algengt að
pása (stundum löng) skilji að forfasa og kjarna. Upplýsingarnar eða hin
eiginlegu skilaboð koma svo fyrir í kjarna lotueiningar. Þessi hluti getur
verið mislangur: allt frá einu orði upp í mjög langar lotur sem hafa setn-
Agnir í forfasa lota: líka í samtölum íslenskra unglinga 215
2 Með hugtakinu syntactic gestalt vísar Auer (1996:59) til þess að viðmælendur geti
notað hugmyndir sínar um setningaskipan sem vísbendingu um væntanleg lotuskipti. Sem
dæmi nefnir hann að í þýskum samtölum leiki sögnin stórt hlutverk þar sem hún „rammi
inn“ kjarnann (þ.e. hún kemur aftast í lotunni). Einnig bendir hann á að í tungumálum eins
og japönsku, þar sem orðaröðin er mun frjálsari og setningaskipanin því ekki eins góð vís-
bending til að sjá fyrir lotuskipti, skipti agnir í lokafasa mjög miklu máli og séu því mun
algengari en í þýsku.