Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 221
(3) Góður kennari: Íslenskt unglingamál
(S=stjórnandi, Ó=Ófeigur, Ý=Ýr, Þ=Þórhallur)
Ófeigur tíundar helstu kosti umrædds kennara, þ.e. að hann hafi svo mik-
inn áhuga á efninu sjálfur (línur 1, 3, 5 og 8), og stjórnandinn gefur til
kynna að mælandi geti haldið áfram með endurgjöfum eins og mhm og já
(línur 4, 6 og 9). Þegar Ófeigur hefur lokið máli sínu tekur Ýr til orða og
bætir við öðrum kosti umrædds kennara: Hann hefur stjórn á bekknum
(línur 10–11, 13, 15, 17). Hún hefur lotuna á líka. Ófeigur tekur svo undir
rök Ýrar og styður það með eigin dæmi: Enginn nemandi er í símanum
hjá honum (línur 18 og 20).
Eins og í fyrsta dæminu kemur líka í dæmi (3) fyrir í forfasa fyrstu
lotueiningar. Að þessu sinni er engin pása á milli agnarinnar og kjarna
lotueiningarinnar. Ögnin markar hér skil á milli tveggja atriða sem falla
undir sama umræðuefnið: kosti umrædds kennara. Ögnin gefur því til
kynna að innihald lotunnar eigi að túlka í samhengi við fyrri lotu og að
þessu tvö atriði, áhugi kennarans á efninu og vald hans á bekknum, séu
hluti af sömu heild. Hér hefði mátt hugsa sér að Ýr myndi hefja lotuna á
öðrum tengiögnum eins og og. Að sama skapi hefði hún getað notað aðra
orðaröð: „hann hefur líka svo mikið vald á bara öllum bekkjunum“. Ef sú
væri raunin myndu hins vegar skilin á milli ólíkra atriða í röksemdafærsl-
unni ekki vera jafn augljós í rauntíma og þau eru hér. Með því að hefja
lotu á líka gefur mælandi til kynna þegar í upphafi hvernig lotan tengist
því sem sagt hefur verið áður.
Agnir í forfasa lota: líka í samtölum íslenskra unglinga 221
01 Ó [hann- hann- hann er svona kennari sem að he]fur einmitt .hhhhh
02 S [og er hann þá svona skemmtilegur. ]
03 Ó rosalega mikinn [áhuga á efn]inu [sjálfur] það skín alveg í gegn
04 S [já ] [mhm ]
05 Ó [og ][maður] f- og hann #e:::# fær þig (0,8)[til að ha]fa áhuga á
06 S [mhm ] [jájá ]
07 Ý [pabb-][já ]
08 Ó efninu hann einhvern veginn.
09 S [mhm]
10 Ý [ lí]ka hann hefur svo mikið vald á bara öllum bekkjunum
11 þúst .hhh eins og í áttunda bekk skilur[ðu það] var bara þegar
12 S [mhm ]
13 Ý maður kom inn í hans stofu [það var bara] þögn sama með hverjum
14 S [mhm ]
15 Ý þú varst (0,5) [í tíma einhvern]veginn það var aldrei neinn að tala
16 Þ [það var- ]
17 Ý hjá honum í tím[um eða neitt svoleiðis .]
18 Ó [enginn enginn í sím]anum hann ba[ra svona hann]
19 Ý [nei ]
20 Ó veit (.) [hann ] kann að stjórna nemendunum.
21 Þ [(sent-)]