Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 222
5. Niðurlag
Dæmin þrjú hér að framan sýna brot úr samtölum þar sem líka kemur
fyrir í forfasa lota ýmist eitt og sér eða með öðrum ögnum (eins og ókei
líka í dæmi (2)). Í þessum tilvikum vísar líka ekki í einstaka orð eða setn-
ingarliði heldur gegnir orðið hér hlutverki agnar sem tengir lotuna sem á
eftir kemur við það sem áður hefur komið fram í samtalinu. Ögnin gefur
til kynna að viðmælandi megi eiga von á lotu sem veltir upp nýrri hlið á
umræðuefninu, þ.e. hún mun innihalda nýjar upplýsingar sem tengist því
sem áður var fjallað um.
Til samanburðar má nefna ögnina nú eða núnú þegar hún kemur fyrir
í frásögnum sem samsettar eru úr mörgum segðum eða lotum (sjá Helgu
Hilmisdóttur 2007:230–268). Í slíku samhengi notar mælandi nú eða
núnú í forfasa lotu til að skapa framvindu í samtalinu með því að tengja
væntanlega lotu við fyrri lotur sama mælanda (nú svo fórum við að smella
okkur yfir Alpana; Helga Hilmisdóttir 2007:26). nú gefur því til kynna að
upplýsingarnar í lotunni sem er að hefjast sé einskonar framhald af
upplýsingunum í fyrri lotu, en að í frásögninni séu þó einhver skil, t.d. á
milli ólíkra þátta innan sama umræðuefnis (e. subtopic) eða á milli atburða
í línulegri framvindu frásagnar. Orðræðuagnirnar nú og líka eiga því
ýmislegt sameiginlegt, t.d. að hafa þann tilgang að sýna tengsl á milli lota
þótt eðli þessara tengsla sé af ólíkum toga. Hlutverk agna sem koma fyrir
fremst í lotum er nefnilega fyrst og fremst að sýna tengsl (eða skort á
tengslum) lotunnar við það sem áður hefur verið sagt (Couper-Kuhlen og
Selting 2018:515).
viðauki: skráningarlykill
(.) pása styttri en 0,3 sekúndur, (0,5) pása mæld í sekúndum (hér
0,5 sekúndur), [ samhliða tal hefst, ] samhliða tali lýkur, ::: langt
hljóð (hver tvípunktur táknar 0,1 sekúndu), JÁ sagt með háum rómi, .já
sagt á innsogi, .mt smjatt, ha- óklárað orð, ég áberandi áhersla, £he
he£ hlátur, @halló@ leikræn tjáning, %literally% borið fram með
áberandi amerískum hreim, #já# áberandi urg í röddinni.
Helga Hilmisdóttir222