Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Side 250
undeliberately) being erased or invisibilised by focusing solely on the standard
variant.
Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hafði eiginlega aldrei leitt hugann að því að
sá gæti gengið í þessu hlutverki eða hefði gegnt því að einhverju marki í íslensku
ritmáli og þaðan af síður að það gæti verið eitthvað ófínt („non-standard“) að nota
orðið þannig. Svo þessi þögn fræðimannanna kemur mér ekki svo mjög á óvart.
Eins og höfundur bendir á má þó finna ýmis ummæli um sá í þessu hlutverki í
málfræðibókum. Elstu lýsingarnar eru að vísu býsna óskýrar og stundum á mis-
skilningi byggðar og þess vegna ástæðulaust að tilgreina þær hér. En þegar fram í
sækir verður myndin nokkru ljósari. Hér eru nokkur dæmi um það sem finna má
í slíkum bókum, að mestu byggð á samantektinni í ritgerðinni (bls. 135 o.áfr.):
(6)a. Í bók sinni frá 1811 segir Rask að ábendingarfornöfnin sá og hinn „séu líka“
(„er tillige“) greinar, hinn þó einkum í máli þeirra eldri („hos de ældre“), sá í
yngra máli („hos de nyere“, bls. 99). Í útgáfunni frá 1818 (bls. 122) segir
hann að ábendingarfornafnið hinn sé einnig „notað“ („nyttjas“) sem
ákveðinn greinir, einkum í máli eldra fólks („i synnerhet hos de Gamle“),
og þannig sé sá líka notað nú á tímum („nyttjas numera“).
b. Halldór Kr. Friðriksson (1861) segir að hinn og -inn séu greinar, en nefnir
ekki sá í því sambandi.
c. Björn M. Ólsen (1882:283) segir að ábendingarfornafnið sá sé ákveðni
greinirinn á undan lýsingarorðum í talmáli („in der Volkssprache“) og hinn
sé ekki notað í því samhengi („wird … nicht gebraucht“).
d. Jakob Jóh. Smári (1920:57 o.áfr.) segir að ákveðinn greinir lýsingarorða
(eins og hann orðar það) hafi verið hinn eða -inn en ábendingarfornafnið sá
hafi að fornu stundum verið notað sem greinir. Í „tilgerðarlausu talmáli“,
segir hann, er laus greinir nú aðeins notaður með sérstæðum lýsingar-
orðum „og er þá ætið sá“ (bls. 58). Og hann bætir við: „Forna myndin hinn
(inn) og notkun hennar helzt, líkt og fyrrum, í skáldamáli og ritmáli að
nokkru. Og þaðan slæðist hún inn í talmálið.“
e. Valtýr Guðmundsson (1922:84) segir að lausi greinirinn hinn sé ekki
notaður í talmáli („findes ikke i det almindelige Talesprog“). Þar hafi
ábendingar fornafnið sá leyst hann af hólmi („[den] er blevet afløst af det
demonstrative Pronomen sá“).
f. Björn Guðfinnsson segir að hinn sé ákveðni greinirinn með lýsingarorðum,
kallar hann „greini lýsingarorða“ (1946:24), eins og Jakob Smári, og segir
síðan: „Í talmáli er greinir lýsingarorða sjaldan notaður. Hins vegar er notkun
hans talsverð í ritmáli […] Í talmáli er ábendingarfornafnið sá oft notað í stað
greinis lýsingarorða, t.d. sá jarpi, sú gráa.“ Þessum athugasemdum um sá, og
ýmsu öðru varðandi greini, er alveg sleppt í útgáfunni frá 1958, sem Eiríkur
Hreinn Finnbogason sá um (sbr. Björn Guðfinnsson 1958:24).
Höskuldur Þráinsson250