Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 252
Ef við horfum í bili framhjá greiningarvandanum er ljóst af heimildum að
ýmsir málvöndunarmenn á 19. öld vildu berjast gegn sá í meintu hlutverki grein-
is og töldu það dæmi um dönsk áhrif. Skemmtilegt merki um að tekist hafi að
koma óorði á sá er sú staðreynd að Sveinbjörn Egilsson notar það hlutfallslega
mun sjaldnar í síðari bindunum af Hómersþýðingum sínum en þeim fyrri. Í
töflu á bls. 138 má sjá að í fyrsta bindinu (1829) er hlutfallið sá 73,4% og hinn
26,6% en í síðasta bindinu (1840) er hlutfallið sá 4,6% en hinn 95,4%. Það er
auðvitað mikill munur en merkilegast er þó kannski að hlutfallið er tiltölulega
jafnt alveg fram til 1840. Það bendir til snöggra sinnaskipta hjá Sveinbirni og
höfundur telur ljóst að þau hljóti að stafa af áhrifum frá málstöðlunartilraunum
sem vildu útrýma sá. Þrátt fyrir þetta leyfir Sveinbjörn sér þó stundum að nota
bæði sá og hinn með svipuðum lýsingarorðum með stuttu millibili, trúlega til að
forðast nástöðu, svo sem í dæmum eins og þessu frá 1840 (tekið af bls. 139 í rit-
gerðinni):
(8) hinn ástfólgni sonur þess ágæta Odysseifs
En auðvitað duga Hómersþýðingar Sveinbjörns ekki til að sýna fram á áhrif
málstöðlunartilrauna á notkun sá. Þegar litið er nánar á hugsanlegan vitnisburð
um þau þarf að hafa í huga að lausi greinirinn gengur misjafnlega vel með lýsing-
arorðum eftir því hvaða merkingarflokki þau tilheyra. Í ritgerðinni er m.a. talað
um eftirfarandi flokka í þessu samhengi:
(9)a. metandi (e. evaluative), t.d. vitur
b. lýsandi (e. descriptive), t.d. blár
c. lo. um uppruna, þjóðerni (e. nationality, origin), t.d. franskur
d. annað (e. other), t.d. gamall, hreinn, frægur4
Mynd 1 er gerð eftir töflu 4.17 í ritgerðinni (bls. 145) og sýnir hlutfall sá (á móti
hinn) í blöðum og tímaritum frá því fyrir miðja 19. öld og fram á þá 20. með
þrenns konar lýsingarorðum.
Af myndinni er ljóst að hlutfall sá minnkar hratt frá því fyrir miðja 19. öld og
fram undir 1885 en síðan helst það nokkuð stöðugt en hækkar að vísu aðeins aftur
fram til 1924, t.d. með metandi lýsingarorðum eins og vitur (sá vitri X á móti
hinn vitri). Höfundur telur þessa þróun til marks um athyglisverð áhrif mál -
staðals ins („indica tive of quite a remarkably successful uptake of the standard
norm over time“, bls. 144).
Sú þróun sem fram kemur í sendibréfagrunninum er að sumu leyti svipuð og
í blöðum og tímaritum eins og sjá má með því að bera mynd 1 saman við mynd 2
(hún er gerð eftir sömu töflu).
Höskuldur Þráinsson252
4 Einn flokkurinn tengist dagsetningum, sbr. hinn/þann tíunda maí, en honum er
sleppt hér vegna þess að í bréfum er líklegt að slík sambönd verði fastar formúlur.