Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 270
Svar við spurningu 4: Ég tel allar líkur á að fyrirmyndir eins og Piltur og stúlka
hafi haft áhrif á mál ungs fólks. Eins og HÞ sýndi dæmi um á vörninni er málinu
beitt markvisst í ýmsum tilgangi í Pilti og stúlku, ekki bara til þess að sýna hvað sé
æskilegt eða í samræmi við málstaðalinn heldur eru ákveðnar persónur líka látnar
(of)nota tiltekin atriði gagngert til þess að vekja athygli á einhverju í fari þeirra
(sbr. t.d. notkun fn. maður). Þetta er auðvitað ekki klippt og skorið og við sjáum
að maður, sögn í þriðja sæti (Adv−Vfin) og lausi greinirinn sá birtist hér og þar í
Pilti og stúlku án þess að það gegni einhverju sérstöku hlutverki. Það bendir til að
höfundurinn hafi ekki verið mjög upptekinn af þeim málviðmiðum sem ég fjalla
um, þótt það eigi vissulega við um þau atriði sem Haraldur tók fyrir.
Fleiri bækur hafa einnig verið nefndar sem mikilvæg skref á sömu vegferð.
Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar eru annað dæmi um mikilvægt „sýni -
dæmi“ og þar má greina ákveðna þróun í málviðmiðunum og/eða í fylgispekt við
þau, eins og í Pilti og stúlku (sbr. ritg. bls. 39 og 137–138). Halldór Hermannsson
(1919) hélt því reyndar fram að Hómersþýðingarnar hefðu ekki haft jafnmikil
áhrif og þýðing Steingríms Thorsteinssonar á Þúsund og einni nótt. Þessar bækur
komu allar út um svipað leyti, þýðing Steingríms síðust, á árunum 1857–1864 og
svo löngu síðar í endurskoðaðri útgáfu á árunum 1910–1915. Mér vitanlega hef-
ur þessi þýðing og endurskoðun hennar ekki verið kortlögð með sama hætti og
málið á Hómersþýðingunum (sbr. Finnboga Guðmundsson 1960) og á Pilti og
stúlku (sbr. Harald Bernharðsson 2017), en það gæti verið forvitnilegt verkefni.
Það er áreiðanlega mjög einstaklingsbundið hversu mikil áhrif málið á bók-
um hefur á lesendur þeirra, rétt eins og talið er misjafnt hvort nemendur séu færir
um að tileinka sér viðmið um málnotkun með því að lesa vandaða og fjölbreytta
texta. Ég tel hins vegar óumdeilt að þetta hafi áhrif. Það er jafnframt ákveðinn
mælikvarði á það hve raunhæf málviðmiðin eru og hvaða áhrif þau hafa á málnot-
endur hvernig þau birtast í bókmenntum.
Svar við spurningu 5: Aðgangur almennings að málstaðlinum hefur auðvitað
verið takmarkaður og takmarkaðri en síðar varð, t.d. eftir að skólaskylda komst á.
Á hinn bóginn má hæglega ímynda sér að atriði sem tengdust meintum áhrifum
dönsku, líkt og þau atriði sem hér voru athuguð, hafi á 19. öldinni verið sérstaklega
til þess fallin að vekja eftirtekt meðal almennings. Afstaða gagnvart slíkum
atriðum hafði þá líka hugmyndafræðilegt gildi, sem áreiðanlega var ekki bundið
við menntamenn. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að Íslendingar hafa
löngum verið taldir mikil bókaþjóð og landsmenn voru almennt læsir. Þótt þeir
læsu ekki endilega alltaf sjálfir var bóklestri engu að síður haldið að mörgum og
má þar sérstaklega minna á húslestrana. Því gæti stöðluð málnotkun í bókum og
tímaritum hafa átt býsna greiða leið til almennings. Margir skrifuðu líka og
afrituðu jafnvel bækur þótt hafa verði í huga að skriftarkunnátta var a.m.k. á hluta
þessa tímabils takmörkuð, „a skill of the privileged few“ (Erla Hulda Hall dórs -
dóttir 2014:185; sjá einnig umræðu bls. 51–52 í ritgerðinni). Bein og óbein tengsl
Heimir Freyr van der Feest Viðarsson270