Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 271
við ráðandi forréttinda- og valdastéttir meðal bréfritaranna kunna því að hafa
verið meiri en ýjað er að með þeirri stéttskiptingu sem ég flokka bréfritarana eftir.
Varðandi félagsbundin mynstur í málnotkun er það líka hluti af félagsmál -
fræði legu hefðinni að líta svo á að málnotendur séu almennt næmir fyrir nýjung-
um og tilbrigðum í málinu í kringum þá, en þó misnæmir, sbr. t.d. mun á körlum
og konum. Þetta á sérstaklega við þar sem notkunarhlutföll eru neðarlega á skal-
anum, sem ekki er talið skýrast af stöðu í þjóðfélaginu eða menntunarstigi, þótt
það hafi vissulega líka áhrif (sjá ritg. bls. 19). Ekki má heldur gleyma því að rann-
sóknir hafa sýnt að konur hafi verið leiðandi í sumum sögulegum breytingum
áður en nokkur áhrif skólagöngu eða málstaðla komu til sögunnar (sjá t.d.
Nevalainen og Raumolin-Brunberg 2011 og ritgerð bls. 20; einnig mætti nefna
nýlega athugun Blaxters 2015 sem bendir til leiðandi hlutverks kvenna í breyt-
ingunni á eigi > ekki á forníslensku skeiði). Margt sem fjallað hefur verið um í
félagsmálfræðinni er því ekki bundið við skóluð, vestræn samfélög nútímans, og
það á áreiðanlega líka við um fljótandi hugmyndir sem eru meira í loftinu,
málfræðileg atriði sem heyrast minna og þykja „ófín“ (eða önnur sem fara á móti
að heyrast meira). Þessi óbeinu áhrif hljóta að vera fremur væg, eins og ég held
að ég sýni líka fram á í ritgerðinni, þótt ég hafi gert mér far um að nálgast þann
möguleika af opnum huga að málstaðallinn gæti haft víðtækari áhrif en aðeins í
gegnum formlega skólagöngu.
Svar við spurningu 6: Því hefur að minnsta kosti verið haldið fram að málstöðlun
virki síður á setningagerð en t.d. beygingar og að stýrðar breytingar á tungumál-
um fylgi ákveðnu stigveldi sem hefur verið kallað stigveldi íhlutunarhæfis
(e. Degree of Interference Hierarchy): orðaforði > orðmyndun > beygingar >
hljóð kerfi > framburður > setningagerð (Laycock og Mühlhäusler 1990:849).
Eins hefur verið talið að málnotendur séu síður vakandi fyrir félagslegum
mynstrum í setningafræð inni og/eða að setningafræðin sé miður líkleg til þess
að tengjast félagslegum þáttum. Þannig er í félagsmálfræði oft talað um hömlu
sem kölluð hefur verið snertiflatarlögmál Labovs (e. Interface Principle):
Abstract linguistic structure has little or no social impact on members of the
community. The interface of language and society is narrow, and primarily on
the surface: the words and sounds of the language. (Labov og Harris 1986:21)
Þessi hugmynd hefur einnig verið kölluð tilgáta um andfélagslega setninga -
fræði (e. Antisocial Syntax Hypothesis): „Word order is not socially evaluated,
unless it can be identified with specific phonological or lexical material“ (Anton
Karl Ingason o.fl. 2013:93). Þess ber þó að geta að Labov o.fl. (2011) hafna því
alls ekki að félagsleg mynstur sé hægt að finna í setningafræðinni,1 og mál -
Svör við andmælum Höskuldar Þráinssonar 271
1 Sbr. ummæli Labovs: „The socially marked variants considered here represent choices
within a given phonological, morphological or syntactic structure.“ (Labov o.fl. 2011:434).