Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 275
Til samanburðar er hægt að líta á hinar breyturnar tvær á hliðstæðan hátt. Byrj -
um á lausa greininum, hinn á móti sá, sbr. töflu 2. Eins og kemur fram í ritgerð -
inni (og athugasemdum HÞ) má gera ráð fyrir að hlutfall sá sé eitthvað ofáætlað
vegna þess að sá er formlega tvírætt að því er varðar ákveðna greininn sá og
ábendingarfornafnið sá, ólíkt hinn. Eins og í ritgerðinni býð ég því upp á tvenns
konar nálgun á tíðni breytunnar: annars vegar með því að skoða einfaldlega hinn
andspænis sá með slíkri formlegri tvíræðni (fyrstu tveir dálkarnir í töflu 2), hins
vegar með því að skoða einvörðungu hinn út frá umreiknaðri tíðni miðað við hver
tíu þúsund orð (síðustu tveir dálkarnir), þar sem tíðni hinn er reiknuð út frá
dæmafjölda og heildarorðafjölda í bréfunum. Dagsetningum er sleppt hér enda
er sá nánast einhaft í því samhengi. Af alls 72 dæmum um greini með dagsetn-
ingu var aðeins 1 dæmi um hinn (hjá Guðrúnu).
hlutfall sá heildarfjöldi tíðni hinn orðafjöldi
Finnur 51% 83 11,6 35.313
Klemens 58% 19 11,8 6.784
Vilhjálmur 50% 26 13,5 9.642
Guðrún 82% 160 3,4 85.703
Guðný 100% 7 0 5.296
Anna Guðrún 78% 63 3,9 36.022
Tafla 2: Hlutfall sá af heildardæmafjölda um sá/hinn sem lauss greinis í fjöl -
skyldu bréfunum (vinstra megin) og umreiknuð tíðni hinn í sömu undirmálheild
(hægra megin). Dæmum um greini með dagsetningum er sleppt.
Í töflu 2 sjáum við greinilegan mun hjá bræðrunum annars vegar (hlutfall sá á
bilinu 50–58%) og systrunum og móður þeirra hins vegar (hlutfall á bilinu 78–
100%) í þá átt að mál bræðranna, sem gengu skólaveginn, er umtalsvert nær
málstaðlinum en mál kvennanna, sem gerðu það ekki. Hlutfall sá í máli bræðr -
anna er vissulega býsna hátt enda er það ofáætlað, eins og áður sagði. Ef við lít-
um á umreiknaða tíðni lausa greinisins hinn og eyðum þannig þeirri skekkju í
niðurstöðunum sem hlýst af því að skoða hinn og sá saman, fáum við þó svipaða
mynd. Umreiknuð tíðni hinn hjá bræðrunum miðað við 10 þúsund orð er þre-
föld til fjórföld tíðni hinn hjá mæðgunum Guðrúnu og Önnu Guðrúnu; engin
dæmi eru um hinn hjá Guðnýju en þar er líka lítið efni undir. Við sjáum því enn
að þeir bréfritarar í þessum hóp sem gengu í Lærða skólann hafa mun hærra
hlutfall þess afbrigðis sem er í samræmi við málstaðalinn (=hinn) og að sama
skapi lægra hlutfall þess afbrigðis sem er ekki í samræmi við þennan staðal
(=sá).
Að lokum getum við litið á notkun fn. maður sem hefur verið umreiknuð á
sama hátt og hinn hér fyrir ofan, eins og sýnt er í töflu 3.
Svör við andmælum Höskuldar Þráinssonar 275