Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Side 276
maður dæmafjöldi orðafjöldi
Finnur 2,5 9 35.313
Klemens 8,8 6 6.784
Vilhjálmur 28 27 9.642
Guðrún 10,5 90 85.703
Guðný 1,9 1 5.296
Anna Guðrún 2,8 10 36.022
Tafla 3: Umreiknuð tíðni fn. maður miðað við hver tíu þúsund orð í fjölskyldu-
bréfunum.
Tíðni fn. maður sýnir ekki sömu snyrtilegu dreifingu og hinn í töflu 3, þ.e.
Finnur notar það nokkurn veginn til jafns við móður sína en tíðni maður er
svipuð hjá Klemens og hjá Guðrúnu. Þá virðist Vilhjálmur einkar gjarn á að nota
þetta fornafn en Guðný notar það nánast ekki neitt. Það mætti þó benda á að
miklar líkur eru á skekkjum af því að dæmin eru tiltölulega fá og textamagnið
lítið. Ef við lítum einvörðungu á þá bréfritara sem skrifa mest, þau Finn,
Guðrúnu og Önnu Guðrúnu, væri hægt að álykta að merki séu um áhrif
málstöðlunar hjá Finni því að hlutfall fn. maður er mun hærra hjá systur hans,
Guðrúnu. Lágt hlutfall fn. maður hjá móður þeirra þarf ekki að mæla gegn því,
þar sem notkun fornafnsins í bréfasafninu jókst jafn og þétt alla 19. öldina,
einnig ef litið er sérstaklega á fæðingarár bréfritaranna og þeim skipt upp í fjórar
kynslóðir (sbr. töflu 5.26 í ritg. bls. 200).
Svar við spurningu 9: Í (11) dregur HÞ upp gagnlegan samanburð á sá og hinn í
ólíkum hlutverkum í íslensku nútímamáli, þ.e. sá/hinn frægi í lið (11b) og sá/hinn
fyrrnefndi/síðarnefndi í (11c) er þar nokkurn veginn samanburðarhæft (hinn í
(11b) fær þó spurningarmerki hjá HÞ) en (11a) hinn/sá blái bíll og (11d) hið/það
svokallaða hrun er það ekki, þ.e. sá blái bíll er að mati HÞ eitthvað allt annað en
hinn blái bíll, enda væri sá afmarkandi í nútímamáli (sá blái bíll en ekki einhver
annar tiltekinn bíll), og sá virðist ganga mjög illa með lo. eins og svokallaður. Það
er aftur kjörlendi lausa greinisins hinn í nútímamáli eins og Pfaff (2015) hefur
rakið ítarlega.
Eins gagnlegt og þetta yfirlit er reyndist ómögulegt að fylgja nútímamáls -
mynstrum af þessu tagi við dæmaflokkun. Ástæðan er sú að eiginlega í hvert
sinn sem ég ætlaði að gefa mér að tiltekið mynstur kæmi ekki fram með annað -
hvort hinn eða sá, fann ég dæmi um það í gagnasöfnum mínum eða á Tíma rit.is.
Þetta túlkaði ég þannig að ég gæti hreinlega ekki litið á 19. aldar íslensku á þenn-
an hátt, enda væru þar „dönskuleg“ mynstur eins og sá í hlutverki greinis í um -
hverfi (11a,d) og merki um hinn í afmarkandi merkingu, sbr. (11c). Mér fannst
þ.a.l. ómögulegt að miða við mína máltilfinningu eða almennar hugmyndir um
Heimir Freyr van der Feest Viðarsson276