Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 277
dreifingu í nútíma máli við afmörkun á sviði breytileikans í 19. aldar íslensku.
Eins og mynd 3 hjá HÞ sýnir glöggt (sjá mynd 4.29 á bls. 164 í ritgerðinni) er alls
ekki um sömu hömlur að ræða á 19. öld og þær sem birtast í (11). Við þetta bætt-
ist að notkun sá/hinn skv. málviðmiðum í Lærða skólanum, þ.e. eins og þau birt-
ust í leiðréttingum kennaranna á verkefnum nemenda, er ekki sú sama og síðar
varð enda gengur staðall Lærða skólans mjög langt í að útrýma sá, einnig þar sem
færa má rök fyrir að það sé ábendingarfornafn.
Ákjósanlegast hefði verið að bæta einu greiningarlagi við þar sem notkunin
er miðuð við svið breytileikans í nútímamáli auk þess sem var á 19. öld og það
mætti hugsa sér að reyna eitthvað slíkt í framtíðinni. Aftur á móti beitti ég líka
annarri aðferð við afmörkun breytileikans, þar sem ég skoða einvörðungu tíðni
hinn og umreikna þá tíðni miðað við heildarorðafjölda (sbr. hér að ofan) og ég tel
þá viðbót gefa nægilega skýra mynd af dreifingunni á þessu stigi til þess að
komast í kringum greiningarvandann í tengslum við sá. Lesandanum standa því
báðar leiðir til boða, að feta sig í gegnum þokukennt sá/hinn-klungrið eða virða
fyrir sér hina árennilegri hinn-stuðla. Ég viðurkenni fúslega að sú nálgun sem ég
beiti í ritgerðinni er ekki fullkomin en ég taldi hana illskásta, ekki síst með
umfangið í huga, og þá einu sem boðleg var til þess að varpa ljósi á málnotkunina
í gegnum linsu málviðmiða Lærða skólans. Aðalatriðið í mínum huga var að
kanna hvort merki fyndust um áhrif málstöðlunar innan þessarar breytu og ég
tel báðar aðferðir gagnast til að varpa ljósi á það.
Að lokum vil ég víkja aðeins nánar að mynstrum HÞ í (11) eins og þau birtast
í 19. aldar gögnunum. HÞ segir að með lýsandi lýsingarorði eins og blár í (11a) sé
sá greinilega ábendingarfornafn en ég er ekki sannfærður um að þetta eigi eins
skýrt við um lýsandi lo. í mínum gögnum. Áreiðanlega er það oft raunin en alls
ekki alltaf, því oft birtist sá með lýsandi lo. þar sem ekki verður séð að vísað sé til
einhvers sem búið er að nefna. Ég tek hér nokkur dæmi frá ýmsum tímum, bæði
úr blaða- og bréfasafninu.2
(1)a. Í nærst undangenginni Tídinda Deild, hefi eg nockud sagt frá strídi
Franskra vid þá svørtu menn, á eyunni Sti. Domingo í Vestindium, og
skildist þar vid, bls. 27, er hinir høfdu fullkominn sigur unnid (Minnisverð
tíðindi 1808-01-01 (2. tbl. 3. árg.).txt)
b. Seinast þetta sama ár, kom saxískur Adalsmadur, Karl af Miltitz frá
Rómaborg; hann færdi Kjørfursta Fridriki þá raudu rós, Páfa mesta heid-
urs- og nádar-merki. (Margvíslegt gaman og alvara 1818-01-01 (1. tbl. 2.
árg.).txt)
Í báðum tilvikum er feitletraði nafnliðurinn nýr í umræðunni og samsvarar notk-
uninni með lausa greininum hinn í (11a) hjá HÞ. Í (1a) notar textahöfundur fjöl-
Svör við andmælum Höskuldar Þráinssonar 277
2 Um tilvísanir í þetta efni vísast nánar á doktorsritgerðina þar sem gerð er grein fyrir
efniviðnum. Sjá einnig ⟨https://osf.io/bdsv6/⟩.