Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Blaðsíða 278
breytt orðalag um þeldökka menn í því sem á eftir fer og talar um „hjá Svørtum“,
„á medal enna Svørtu“ og „þrældómur hinna Svørtu“. Líkt og sést víðar á 19. öld
virðast því sá og hinn (og stöku sinnum enn) vera notuð nokkuð jöfnum hönd-
um. Í (1b) er ekki um að ræða rós sem nefnd hefur verið áður en viðbótin „Páfa
mesta heidurs- og nádar-merki“ kveður vissulega nánar á um það hvaða rós er átt
við, líkt og í tilvísunarsetningu þar sem venja væri að greina undanfarandi sá sem
ábendingarfornafn.
Ýmis dæmi má tilfæra um önnur lýsandi lo. eins og lítill, harður, núverandi,
almáttugur, nýr, gamall, grösugur og byrjaður:
(2)a. Siálfum honum var þarámót gèfin sú litla ey Elba vid Valland til umráda,
og hann var skömmu seinna þángad fluttr ad tilhlutan sigurvegaranna.
(Íslenzk sagnablöð 1816-01-01 (1. tbl. 1. árg.).txt)
b. Ef sjálft Árid í sólarinnar geisla er safn af lifandi verum; ef eitt korn pipars
steitt og lagt í edik, fljótt sýnir ótølulegann grúa lifandi sképna; ef sjálfir
steinarnir og sá hardi marmari, hvad stæckunar-gler sanna, og sérhverr
svo nefndur daudur hlutur, fastur og eins rennandi, eru full af lifandi
sképnum, hverra grúa vér fóttrodum, hvílíkur mun þá þess máttur, vís-
dómur, gædska og forsjón vera, sem allt þetta tilbjó […]! (Klaustur póstur -
inn 1820-01-01 (1. tbl. 3. árg.).txt)
c. Foríngi vinstri manna í fólksþínginu, Christofer Hage, kvað nú lýst yfir
því ótvírætt, og órjúfanlega að þetta ráðaneyti myndi aldrei og undir aung-
um kríngumstæðum setja bráðabyrgðarfjárlög framar. Auðvitað bindur
þetta ekki hendur á neinum nema þessu ráðaneyti, ekki einu sinni á þeim
núverandi hægra flokki í Danmörku, enda er þetta ráðaneyti þeim flokki
alt annað en ástfólgið, þó hann styðji það að nafninu til. (Bjarki 1896-11-07
(5. tbl. 1. árg.).txt)
(3)a. þig sialfan kissi eg i þaunkunum, sa almattugi godi gud anist þig og ebli til
als gods. (MalJen-1820-09-15.xml)
b. Eg veit hvað tímanum liður. Skóla verður senn sagt upp, og þar eftir fellur
ferð vestur. Meiri partur af skipum er kominn og öll tíðindi, sem væntan-
leg eru. Sá nýi assessor í yfirréttinum heilsaði í Reykjavík í gær, eg hafði þá
æru að sjá hann. (ArnHel-1834-05-20.txt)
c. Þú minnist á Fjölni. Margir láta illa við honum. Þeir hérna á norður nesinu
af því þeir segja hann kenni, að guð hafi ekki skapað heiminn. Sýslu -
mennirnir af því að þeir þykjast geta það, sem hann segir þeir geti ekki,
skrifað annað hvort dönsku eða íslenzku. Eg tek upp þykkjuna fyrir þau
gömlu Félagsrit, hverra orðfæri þeir herrar segja, að dönsku slettur óprýði.
En sé stíllinn í Félagsritunum gallaður, þá er stíllinn á Fjölni ekki lýtalaus
[…] (ArnHel-1835-10-08.txt)
d. Drottinn annist þig, minn bezti bróðir, og veri þín hjálp og aðstoð þann
byrjaða vetur og alla ólifaða æfidaga (IngJon -1847-11-08.txt)
Heimir Freyr van der Feest Viðarsson278