Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Page 279
e. Á þessu ári fór eg að manna mig, og skoða það grösuga norðurland, og er
það ekki ofskermt að það er vel byggilegt, enn þar vantar sem víða annar -
staðar, að margt er skamt á veg komið, og illa notað, sem eg meína bæði til
sjós og vatns, þar eru sunnlendingar míklu framar (KleBjo-1861-11-20.xml)
Eins og HÞ nefnir getur sá staðið sem greinir með metandi lo. og um það eru
ýmis dæmi, t.d. með lærður, valinkunnur, (nafn)frægur, nafnkenndur o.s.frv. Um
síðasta mynstur HÞ í (11d) er jafnframt hægt að finna dæmi eins og hann bendir
á, sbr. eftirfarandi:
(4)a. Þykir mér líkast, að þessi eldur muni vera í þeim svokölluðu Gríms vötn -
um eða vorri terra Eldorado, því eg hef ekki heyrt getið, að nokkur hafi
þangað komið. (GeiVid-1822-10-07.txt)
b. Eg finn skyldu mína opinberlega ad láta mitt þacklæti í té, þeim heidurs
mønnum, sem í Rángárvalla og Árness Sýslum samt Álptanesshrepp, og
einkum í Reykjavík, hafa skotid saman fríviljugum gjøfum til vídurhalds
því Sæluhúsi, sem eg fyrir nockrum árum bygdi í þeim svo kølludu:
Fóelluvøtnum. (Sunnanpósturinn 1838-06-01 (6. tbl. 3. árg.).txt)
Ég get alveg verið sammála HÞ í því að það sé einhver danskur bragur á dæmum
af þessu tagi en tel þó ekki að það réttlæti endilega aðra nálgun en þá sem beitt
var við afmörkun breytunnar.
Varðandi merkingarflokka lo. eru þeir áreiðanlega ekki næg vísbending um
þessi ólíku mynstur. Þess vegna var jafnframt beitt þeirri nálgun að skoða hinn
eitt og sér og dreifingin túlkuð út frá umreiknaðri tíðni orðsins, þar sem hinn er
ótvírætt í hlutverki greinis. Auk þess ber að hafa í huga að ákveðin atriði sem
halda mögulegum dæmum um ábendingarfornafnið sá aðskildum í tölfræðilegri
úrvinnslu voru byggð inn í líkanið. Fyrir utan tegund lo. voru þetta þættirnir
stig lo. (þar sem miðstig felur oft í sér samanburð og hefur tilhneigingu til að
vera afmarkandi, grunnstig er yfirleitt óafmarkandi og efsta stig getur verið
hvort sem er, sbr. kafla 4.2) og ekki síst þátturinn tilvísun (þ.e. hvort á eftir
dæminu fór tilvísunarsetning). Víðri afmörkun af þessu tagi fylgir auðvitað sú
hætta að verið sé að bera saman epli og appelsínur (sbr. viðvörun Tagliamonte
2012:10–11) og það kemur jafnvel úr hörðustu átt að ég gagnrýni einmitt athug-
un Jensens og Christensen (2013), sem snýr að orðaröð í dönsku, fyrir að gera
ekki nægjanlega skýran greinarmun á hinu setningafræðilega umhverfi sem mál-
breyta þeirra birtist í (sjá bls. 17 í ritg. og tilv. þar).
Svar við spurningu 10: Þó að skoða mætti leiðréttingar í skólastílunum betur en
ég hafði tækifæri til er ég ekki tilbúinn til að samþykkja þá túlkun að kennararnir
hafi bara viljað útrýma sá. Það er a.m.k. ekki tilfinning mín fyrir leiðréttingum á
öðrum atriðum í skólastílunum að þær hafi einfaldlega verið gerðar vélrænt. Ég
hef t.a.m. ekki fundið að kennararnir hafi leiðrétt dæmi um stílfærslu í tilvís -
Svör við andmælum Höskuldar Þráinssonar 279