Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Síða 281
Í greininni er rakið í nokkuð ítarlegu máli (sjá Fenger 2018, kafla 4.4.1) að líta
beri á en og man sem tvö aðskilin fornöfn sem hafi ólíkt notkunarsvið: „these
pronouns are not underlyingly the same, but represent different pronouns“
(Fenger 2018:318). Fenger (2018) færir rök fyrir því að man-fornafnið í frísnesku
sé af þeim toga sem HÞ talar um, þar sé raunverulega um óreglulega beygingu
(e. suppletion) að ræða, þar sem allar myndir fornafnsins leyfast í sömu merkingu
og hinn aðgreinandi þáttur sé einvörðungu fall. Þetta væri því sambærilegt við
fn. sá í íslensku og þ- formin innan þess beygingardæmis. Hið sama eigi hins
vegar ekki við um man í dönsku (né heldur þýsku, norsku, sænsku og flæmsku),
þar sem um sé að ræða ólíka setningafræðilega formgerð, sem leiði ekki aðeins af
sér ólíka dreifingu eftir setningafræðilegu umhverfi heldur líka ólíka merkingu
(sjá ítarlega umfjöllun um þetta víðar í grein Fenger). Í íslensku er enginn merk-
ingarmunur á s- og þ- myndum fornafnsins sá og því er rétt að líta á þær beyging-
armyndir sem myndbrigði.
Hin greinin sem vísað er á varðandi man í dönsku er frábrugðin Fenger
(2018). Jensen (2009) lítur svo á að í máli flestra séu en og man í fyllidreifingu í
dönsku þar sem rétt sé að líta á þau sem myndbrigði (allómorf) og „rangt“ sé að
líta á formin sem aðskildar breytur: „it would be wrong to treat en and man as
independent variants of the variable “pronoun with generic reference”“ (Jensen
2009:94). Greining Jensens (2009) er því í samræmi við það sem HÞ lýsir. Ekkert
í ritgerðinni hangir svo sem á því hvor þessara greininga sé réttmætari, Fenger
(2018) eða hin hefðbundna greining, enda aðalrannsóknarefnið ekki danska. Ég
taldi því ekki ástæðu til þess að fara ofan í saumana á þessu atriði.
Svar við spurningu 12: Þessi spurning, sem lýtur að því hvort maður hafi verið
nafnorð í fornu máli en samt notað sem fornafn í ákveðnum tilvikum, kemur
upp víðar í sambandi við hlutverk og greiningu liða, t.d. í umræðu um aukafalls-
frumlög: eru þau frumlagsígildi, (innri) rökliðir notaðir sem frumlög, eða eru
þau einfaldlega frumlög? Ég tel þetta orðalag, „notað sem“, sérstaklega eiga rétt á
sér snemma í málfræðivæðingarferli þar sem notkun orðs í einhverju tilteknu
hlutverki er að breytast og það er að taka á sig einhverja aðra mynd án þess að
hún sé endilega að fullu hefðuð (e. conventionalised). Það blasir ekki við að það
eigi við um aukafallsfrumlög, a.m.k. ekki í neinum varðveittum málheimildum,
en það má kannski færa rök fyrir því í tilviki maður.
Ef maður birtist í umhverfi þar sem það virðist stangast á við eðli nafnorða,
t.d. í því að það ber ekki alltaf áherslu (sbr. vitnisburð Helga Skúla Kjartanssonar
(2017) úr kveðskap), er engu líkara en að það sé notað sem fornafn. Það eru hins
vegar ekki endilega miklar aðrar vísbendingar um það á þessu stigi að það sé for-
nafn (hér þarf þó að athuga tilfærð dæmi í fornmálsorðabókum, sbr. HÞ og
umræðu í ritg. bls. 188). Ef um fornafn væri að ræða yrði að gera ráð fyrir að til
hefði verið (grunn)gerð af maður sem hefði ekki formgerð nafnorðs heldur for-
nafns þar sem venja er að greina fornöfn einvörðungu sem D/Á-hausa innan
Svör við andmælum Höskuldar Þráinssonar 281