Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Síða 282
DP/ÁL, þ.e. án N (sbr. t.d. Abney 1987, Ritter 1995 o.fl.). Það að nota maður
„sem fornafn“ á elsta skeiði er því lýsing á því að stinga maður, sem venjulega er
af gerðinni [ÁL Á [NL N ]], inn í formgerð fornafns, sem í tilviki maður
annaðhvort skortir D/Á eða er með skertu D/Á-lagi (sjá bls. 207–210 í ritg.).
Þetta orðalag á því mun síður við þegar maður í hlutverki fornafns er orðið
rótgróið fyrirbrigði, líkt og það varð síðar í íslenskri málsögu.
Svar við spurningu 13: Bréfasafnið bendir eindregið til þess að fn. maður hafi
orðið algengara en áður í talmáli 19. aldar. Hvað notkun þess í ritmáli varðar
hlýtur að vera fordæming fólgin í því að gera eitthvert málfræðilegt atriði full-
komlega brottrækt úr (formlegu) ritmáli því ekki verður séð að nokkur einasta
notkun á fornafninu hafi verið liðin — tæpast nokkur gullinn meðalvegur.
Í fyrirlestrum, meðal annars á kynningu í upphafi varnarinnar, hef ég stund-
um tekið dæmi úr ritgerð Ólafíu Jóhannsdóttur úr ársprófi 4. bekkjar 1890 en
hún var fyrsta konan til að taka próf við Lærða skólann og jafnframt fyrst
kvenna til að ljúka 4. bekk. Hún útskrifaðist þó aldrei. Í ritgerð Ólafíu, sem er
rétt rúm ein síða, er strikað undir hvert einasta tilvik fn. maður — nema tvö. Það
eru fyrstu tilvikin sem „sleppa í gegn“ en strikað er undir næstu sjö (!) tilvik for-
nafnsins, ýmist einu sinni eða tvisvar. Óleiðréttu dæmin í ritgerð Ólafíu eru
eftirfarandi (feitletrun mín): „Þegar maður tekur það, sem heimurinn kallar
hamingju fyrir mælikvarða, virðist nokkuð satt í þessu.“ Strax í næstu málsgrein
segir svo: „Sá vegur blasir oft við manni, er liggur til auðs og metorða, hann
virðist heiður og ruddur, og maður þarf einungis að afneita samvizku og sann-
færingu til að ganga hann.“ Í seinna dæminu birtist maður því í tvígang, en er
aðeins leiðrétt í annað skiptið. Hin leiðréttu dæmin eru sambærileg þessum, t.d.
er strikað undir maður í dæminu „En gái maður að því að …“, þrátt fyrir að þar
gæti alveg verið um nafnorðið að ræða, enda ekkert fornafn sem vísar aftur til
orðsins sem sker úr um eðli þess. Ég sé ekki betur en að strikað sé í fornafnið í
verkefnum nemenda ef það er notað á annað borð og ekki virðist hafa skipt máli
að það væri strangt tiltekið tvírætt (fornafn/nafnorð), það var leiðrétt jafnvel þótt
vísað væri til þess síðar með persónufornafni frekar en með endurtekningu á
maður (sbr. einnig Heimi van der Feest Viðarsson 2017).3
Það kann vel að vera að athyglin (og spjótin) hafi í auknum mæli tekið að bein-
ast að fn. maður eftir því sem fornafnið sótti í sig veðrið en ástæðan hlýtur að vera
sú að litið var á þessa notkun sem danskættaða. Þar með er hægt að færa rök fyrir
Heimir Freyr van der Feest Viðarsson282
3 Það er því ólíklegt, þótt ekki sé það útilokað, að strikað sé í orðið maður hér á undan
af því að kennarinn hafi ætlast til að þar stæði pfn. hann, sem vísi til manni í setningunni á
undan (sem væri þá túlkað sem no., frekar en fn.). Þá hefði væntanlega verið eðlilegast að
strika undir manni líka enda hefði verið hægt að vísa þar með pfn. hann til óleiðrétta tilviksins
maður í fyrsta dæminu, sem hitt er beint framhald af. Þetta mætti auðvitað gjarnan kanna
með ítarlegri hætti og á stærra safni ritgerða en mínar stikkprufur byggjast á.