Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Síða 284
Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Strömqvist (2005:154) segja hafa stílfræðilegar
hömlur áhrif á notkun fornafnsins: „constraining the use of maður to an infre-
quent use in mature, literacy-experienced, and well-educated speaker-writers“.
Mín túlkun á þessu er ólík túlkun Hrafnhildar og Strömqvist að því leyti að
stílbundnar hömlur, sem tengjast ekki aðeins stíl heldur líka t.d. menntunarstigi,
reynslu og aldri (sbr. annars vegar „mature“ og hins vegar „literacy-experienced“),
mætti allt eins túlka þannig að málstýring hafi í raun ekki verið neitt sérlega
árangursrík í tilviki fn. maður, sem er eftir sem áður ákaflega útbreitt. Ef mark -
mið málstýringar á ekki að vera bundið við formlegt ritmál menntafólks og ann-
arra sem hafa beinlínis atvinnu af skrifum má færa rök fyrir því að hömlurnar
sýni að málstýring hafi til lengri tíma litið aðeins haft takmörkuð áhrif.
Svar við spurningu 17: Það er mjög líklegt að talmálslegt orðfæri hafi aukist í
blöðunum síðustu áratugi og óformleg viðtöl eru ágætt dæmi um það. Þetta er
ekki atriði sem hægt hefði verið að kanna á einfaldan hátt í þessu verkefni því
mismunandi textategundir innan blaðanna (t.d. fréttaskýringar, viðtöl, frásagnir,
auglýsingar o.s.frv.) voru ekki aðgreindar í gögnunum. Textategund hefur að
sjálfsögðu áhrif á málnotkun og það hefði mátt ræða betur þann túlkunarmögu-
leika að aukna tíðni fn. maður mætti rekja til breytinga á innihaldi blaðanna.
Nánari greining á gögnunum með þessum hætti var hins vegar utan þess ramma
sem var afmarkaður í þessu verkefni, auk þess sem umrædd aukning á notkun
fn. maður verður ekki á því tímabili sem þar var í forgrunni, 19. öldinni, heldur
síðar. Þetta atriði mætti hins vegar gjarnan kanna nánar.
Svar við spurningu 18: Svarið við þeirri spurningu hvort könnuð hafi verið fylgni
milli breytnanna er eiginlega bæði já og nei. Slík fylgni hefur lengi verið mér
hugfólgin ekki síst vegna þess að athuganir á áhrifum málfarslegra leiðréttinga,
forskriftarmálfræði, málstýringar, málstöðlunar o.s.frv. hafa yfirleitt fyrst og
fremst tekið til tímaþáttarins: ef hægt er að sýna fram á að dragi úr notkun ein-
hvers tiltekins fyrirbæris, jafnt og þétt eða skyndilega, helst þannig að hægt sé að
benda á einhver ummæli og/eða rit sem talin eru hafa verið áhrifarík í málstöðl -
unarlegu tilliti, þá sé það góð vísbending um að málstöðlun hafi haft áhrif á mál-
notkun (a.m.k. á þá málnotkun sem könnuð var). Reyndar hefur málfræðingum
reynst erfitt að sýna fram á slík tilvik, sbr. t.d. Auer (2009) og Anderwald (2014)
sem nefna einkum dæmi um væg áhrif sem hafi valdið því að það hægist (jafnvel
bara tímabundið) á málbreytingu en alls ekki um að forskrift hafi haft stórvægi-
leg áhrif á málþróun.
Nýlega hefur verið kannað hvort höfundar sem forðast tiltekið atriði í ensku
forðist jafnframt önnur atriði sem einnig hefur verið amast við og niðurstaðan
var sú að vísbendingar um það megi finna í rituðum heimildum (sjá Hinrichs
o.fl. 2015). Ég var viðstaddur kynningu Hinrichs o.fl. á þessum niðurstöðum á
málþingi talsvert áður en þær birtust á prenti og rannsóknin varð mér þegar mik-
Heimir Freyr van der Feest Viðarsson284