Íslenskt mál og almenn málfræði - 2020, Side 342
fáein grundvallaratriði í hljóðkerfis-, beygingar- og setningafræði rakin í mjög
stuttu máli og það kemur sér án efa vel fyrir nýgræðinga á málfræðiakrinum.
Loks er ánægjulegt að sjá að höfundur gerir sér far um að efna til samtals við les-
andann. Til marks um það eru litlir kassar á spássíum þar sem lesandinn er hvatt-
ur til virkrar þátttöku í lærdómsferlinu. Af eðli bókarinnar leiðir að hún er ekki
beinl ínis kennslubók í norrænu og mismunandi stigum norsku heldur fremur
bók til að opna augu lesenda fyrir norrænu máli í sögulegu samhengi.
Þau Jan Alexander og Astrid van Nahl rita sína bók á þýskri tungu. Hún virð -
ist ætluð háskólanemum í norrænum fræðum sem eru ekki enn komnir á það stig
að geta lesið eldri handbækur sér að fullu gagni. Bókin er heldur umfangsmeiri en
bók Ivars, textinn nær fram á bls. 206 en þá koma orðskýringar, atriðisorðaskrá,
skrár um skammstafanir og töflur, upplýsingar um útgáfur texta, frumheimildir
og þýðingar og loks skrá um eftirheimildir.
Bókin skiptist í tvo hluta. Sá fyrri fjallar um tungumálið (bls. 1–69) en sá
síðari, sem er heldur umfangsmeiri, um bókmenntir (bls. 71–206). Í fyrri hlutan-
um er áhersla lögð á margbreytileika tungumálsins og málsögu almennt. Líkt og
í bók Ivars er skýrt frá indóevrópska upprunanum og því sem skilur germönsk
mál frá skyldum málum, fjallað um frumnorrænu og minnst á rúnaáletranir. Gerð
er grein fyrir einkennum frum- og fornnorrænnar hljóðkerfisfræði en minna
fjallað um beygingarfræði og lítið sem ekkert um setningafræði. Síðari hlutinn er
ágrip af fornnorrænni bókmenntasögu en ekki er endilega ljóst hvernig hlutarnir
tvinnast saman; hvor um sig gæti í rauninni staðið sjálfstætt. Sérstakan áhuga
vekur að í bókmenntahlutanum er leitast við að tengja umfjöllunina við nýjar
stefnur og strauma í bókmenntafræði; m.a. er þar getið um nýlegar rannsóknir á
tilfinningum í forníslenskum bókmenntum. Í bókinni er að finna gagnlegar töfl-
ur og skýringarmyndir en engar litmyndir eins og hjá Ivari. Heimildavísanir eru
bæði í texta og á spássíum.
Báðar bækurnar fjalla um helstu einkenni á norrænu máli og þær breytingar
sem urðu frá frumindóevrópsku og frumgermönsku til frumnorrænu og svo áfram
til fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku). Þar láta þau Jan Alexander
og Astrid staðar numið en Ivar rekur þróun norskunnar áfram til 19. aldar. Bók
þeirra mæðgina er meira í ætt við hefðbundnar handbækur en Ivar skoðar hlutina
frá víðara sjónarhorni, í samtali við lesandann. Báðar minnast bækurnar á áhrif frá
öðrum málum á norrænu en umfjöllun Ivars er ítarlegri um það efni. Bók hans er
jafnframt aðgengilegri og þar kemur fram nýtt sjónarhorn sem hefur vantað í slík
inngangsfræði. Bók mæðginanna er með hefðbundnara sniði, sérstaklega í mál -
fræð inni, en í bókmenntafræðihlutanum er vísað í kenningar og rann sóknir sem
eru ofarlega á baugi innan miðaldafræði þessa dagana.
Eftir sem áður munu fræðimenn og lengra komnir háskólanemar þurfa að
fletta upp í norrænni málfræði á þýsku eftir Adolf Noreen (Altnordische Grammatik
I. Altisländische und altnorwegische Grammatik (Laut- und Flexionslehre) unter
Berücksichtigung des Urnordischen, 4. útg., Niemeyer, Halle (Saale), 1923). Aðrir
munu láta sér duga norska „skemmri skírn“ í riti Ragnvalds Iversen (Norrøn
grammatikk, 7. útg., Aschehoug, Ósló, 1972). Bæði eru þessi verk enn í fullu gildi
Íslenskt mál og almenn málfræði342