Börn og menning - 2015, Síða 13

Börn og menning - 2015, Síða 13
„Eldri hjón biðja munaðarleysingjaheimili um ungan dreng. Fá senda stúlku fyrir mistök.“1 Þessi klausa úr dagbók kanadíska rithöfundarins Lucy Maud Montgomery er sögð kveikjan að bókaflokknum um hina ástsælu skáldsagnapersónu Önnu í Grænuhlíð.2 Það var fyrir einskæra tilviljun að Montgomery rakst á klausuna í gamalli dagbók og hófst hún handa við að móta veröld Önnu, veröld sem snertir lesendur um allan heim enn þann dag í dag. Í upphafi bókaflokksins um Önnu í Grænuhlíð eru gömlu hjónin úr dagbókarfærslu Montgomery orðin að rosknu systkinunum Marillu og Matthew Cuthbert. Anna Shirley, munaðarleysinginn sem er óvart af vitlausu kyni, hefur líkt og margar persónur barnabókmenntanna misst foreldra sína á sviplegan hátt. Foreldraleysið mótar hana og birtist helst í óöryggi varðandi það hvort hún sé virkilega elskuð. Heimili þessarar óhefðbundnu fjölskyldu er Grænahlíð sem staðsett er í Avonlea á Prins Eðvarðs-eyju í Kanada. Grænahlíð á stóran sess í hjarta Önnu og veit hún raunar engan stað betri í heiminum öllum. Anna býr yfir miklum gáfum og persónutöfrum líkt og svo margar aðrar barnapersónur – svo sem hársystur hennar, Lína Langsokkur og Annie úr samnefndum söngleik. Montgomery lét þó ekki staðar numið við barnæsku Önnu heldur skrifaði sex bækur um sögupersónuna sem fylgja henni frá því að hún kom í Grænuhlíð 11 ára gömul og þar til hún er á fertugsaldri. Þriðju bók Montgomery, Anna frá Eynni, má skoða sem vendipunkt í bókaflokknum í ljósi þess að þar skilur Anna við heim barnæskunnar og heilsar fullorðinsárunum. Ný íslensk þýðing Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur á bókinni kom út á síðasta ári en í ár er öld frá upphaflegri útgáfu hennar. Slíkir viðburðir gefa tilefni til að skoða bókaflokkinn með þessa þróun í ævi persónunnar að leiðarljósi. Hér verður litið til háskólaára barnastjörnunnar frá Grænuhlíð og skoðað hvernig höfundur sýnir fram á togstreitu milli ólíkra hugmynda persóna í verkinu um kyngervi, það er hvernig persónur í verkinu takast á við væntingar samfélagsins um hið líffræðilega kyn sem þær tilheyra. Grænahlíð kvödd Það heyrir til undantekninga að framhaldsverk vinsælla skáldsagna njóti viðlíka hylli og Sólveig Ásta Sigurðardóttir Misdáð æviskeið Önnu Shirley Ýmiss konar sjálfstæði í bókaflokknum um Önnu í Grænuhlíð 1 Lucy Maud Montgomery, The Story Girl Chronicles (Extended Annotated Edition), Jazzybee Verlag, Loschberg, 2013, bls. 4. 2 Sama heimild.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.