Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 8
8http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is ar norður í Eyjafjörð og aldrei sagst framar til hans heimilis víkja. Þrálynd, keppin og óhlýðin í flestu. Málið flæktist á Alþingi allt til 1595, en þá vildi Páll fá lögskilnað þar sem hann hafði hug á að biðja sér annarrar konu, nefnilega Halldóru dóttur Guðbrands biskups Þorlákssonar. Hann var þá búinn að fá leyfi konungs til að kvænast á ný. Hann sagði þau Helgu í raun aldrei hafa verið löglega gift þar sem aldrei hafi verið lýst með þeim og allt farið fram á einum degi, kaup, festing og hjónavígsla! Á meðan á öllu þessu lagabraski stóð orti hann fögur ljóð til Halldóru líkt og til Helgu forðum. Þar segir hann meðal annars: Kveð ég svo væna veigabil. Verndin guðs þér hlífi. Ann ég þér, meðan er ég til eins og mínu lífi. Er mín bónin auðarbrú, að mín þiggir kvæði og að munir mig í trú, meðan lifum bæði. Einnig Guðbrandur biskup fékk vísu frá Páli vegna kvonbænanna. Sá var einn hængur á þeim ráðahag, nefnilega sá, að Halldóra hafði engan áhuga á Páli. Ógilt hjónaband Oddur biskup Einarsson taldi framferði Páls á Alþingi hneykslanlegt, að hann vildi með þessu gera börn sín óskilgetin. Tvö barna þeirra Helgu, þau Pétur og Elín, kröfðust þess einnig að hjónaband foreldranna væri dæmt löglegt, þar sem á því valt hvort þau væru skilgetin og arfgeng. Þessi krafa þeirra var tekin til greina. Dómsniðurstaðan varð sú að ekkert af því, sem Páll bar Helgu á brýn, væri skilnaðarsök, nema þau atriði að hún gekk frá honum og varði honum rekkju sína. Þetta tvennt væri á hinn bóginn ósannað og þess vegna yrði skilnaðardómur ekki reistur á því. Dómararnir töldu það heldur ekki sannað að Páll væri saklaus af sundurlyndi þeirra hjóna og þverúð. Það var fleira sem mæddi á Páli þessi árin. 1596 kvörtuðu Ísfirðingar mjög yfir að hafa hann sem sýslu- mann yfir sér, þar sem hann bjó víðs fjarri, og væri auk þess vafinn í hjúskaparhneyksli og sæi í gegn- um fingur sér með ólöglegar trúlofanir og refsaði ekki sekum mönnum, jafnvel þótt um manndráp væri að ræða. Ári seinna, 1597, fórst svo tengdasonur hans, maður Ragnheiðar, Gissur Þorláksson, sýslumaður á Núpi í Dýrafirði í snjóflóði. Það var svo í apríl 1598 sem sýslumaðurinn á Reykhólum, Páll Jónsson, Staðarhóls-Páll, skilinn að borði og sæng, kvenmannslaus, í eilífum deilum. gaf upp öndina. Hann var drykkjumaður mikill, gífuryrt- ur, duttlungafullur og ágjarn en þó vildu margir meina að hann hefði gott hjarta undir úlfshamnum. Hann var talinn skarpvitur og eitt besta skáld sinnar samtíðar, mælskumaður og manna lögspakastur. Þó dugði sú þekking hans hvorki til að hemja konu sína heima né losna við hana þegar biskupsdóttirin birtist. Barnabörnin Meðan Páll gekk sín hinstu skref á Reykhólum dvaldi lögskipuð eiginkona hans, burtu flúin, hjá Elínu dótt- ur þeirra á Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit, á sínum æskuslóðum. Sjálfsagt hefur hún haft það gott en Björn eiginmaður Elínar var sagður valmenni hið mesta, góður og göfuglyndur. Hún átti eftir að lifa mann sinn í sextán ár, en fáum sögum fer af þeim, enda mótleikarinn í lífi hennar horfinn á braut. Á Munkaþverá hefur Helga trúlega umgengist barnabörnin sín, fjögur börn Elínar, en yngsti son- ur hennar var „vitskertur“ segir Espólín. Pétur, son- ur þeirra Helgu og Páls, sem varð sýslumaður á Staðarhóli, var sá eini barna þeirra sem skírði í höf- uðið á þeim. Dóttir hans hét Helga, hún varð lögréttu- mannsfrú á Hóli í Kinn. Ekkert barnabarnanna fékk nafnið Páll. Frægast barnabarnanna var auðvitað Brynjólfur biskup Sveinsson í Skálholti, sonur Ragnheiðar. Ekki er gott að spá í hvort Páll hefur séð eitthvert barna- barna sinna en miðað við að hann lét sig ekki muna um að sigla á fund kóngsins í Köbenhavn, níu sinn- um, er allt eins víst að hann hafi brugðið undir sig betri fætinum og heilsað, alla vega, upp á Ragnheiði dóttur sína á Núpi. Ekki var heldur langt til Péturs á Staðarhól, en þar hljóp ekki, fyrr en eftir hans dag, lít- il Helga um hlaðið. Svift fjárræði Þórunn á Grund varð háöldruð, komst á níræðisaldur, og gaf og gaf alla tíð, til skyldra og óskyldra, eins og frænka hennar, erfingjunum til mikils ama. Þeir Jón Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti er þekktasta barnabarn Staðarhóls-Páls og Helgu. Mynd sem talin er vera af honum, prýðir 1000 kr seðlana.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.