Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 10
10
…summu raunverulegra eða mögulegra bjarga sem tengist
eigu fólks á endingargóðu tengslaneti sem samanstendur af
meira eða minna stofnanavæddum tengslum gagnkvæmra
kennsla…(Bourdieu, 1986, bls. 248).
Með öðrum orðum tengist félagslegur auður því að vera meðlimur í hóp
og að geta nýtt sér tengslanet hópsins. Magn félagslegs auðs sem hver
og einn hefur undir höndum byggir á því hversu víðfeðmt tengslanet hann/
hún getur virkjað og á magni þess auðs (hagræns, menningarlegs og
táknræns) sem aðrir í tengslanetinu búa yfir. Félagslegur auður er þannig
aldrei fullkomlega óháður öðrum gerðum auðs (Bourdieu, 1986).
Félagslegur auður verður til í aðgerðum gerenda í tengslanetum
þannig að um leið og fólk tekur til við að byggja upp og virkja félagsleg
tengslanet verður til möguleiki á að skapa félagslegan auð. Félagsleg
tengslanet eru ekki staðreyndir eða fyrirfram tilbúnar formgerðir sem hægt
er að tengja sig við. Þau krefjast vinnu af hálfu fólks og margvíslegra „
fjármögnunaraðferða“. Það þarf með öðrum orðum að leggja tíma,
peninga og aðrar gerðir auðs í félagsleg tengsl sem síðar er hægt að nota
til að virkja félagslegan auð sem getur tryggt gróða (efnislegan eða
táknrænan) (Bourdieu, 1986; Gunnar Þór Jóhannesson ofl., 2003).
Rót félagslegs auðs er mjög skýr; hún liggur í félagslegum
tengslum á milli einstaklinga. Afleiðingar hans geta verið margvíslegar,
efnislegar eða táknrænar bjargir eða bætt aðgengi að netvíddum
upplýsinga og þekkingar. Öll félagsleg tengsl veita möguleika á sköpun
félagslegs auðs. Félagslegur auður verður hins vegar ekki til nema
tengslin séu virkjuð í ákveðnu samhengi og það er þessi virkjun eða
aðgerðir sem á endanum er auðurinn sjálfur.
RANNSÓKNIN
Rannsóknin byggir á etnógrafískum eða eigindlegum
rannsóknaraðferðum4 (Hammersley og Atkinson, 1983; Taylor og
Bogdan, 1998). Etnógrafískar rannsóknaraðferðir hafa frá upphafi verið
ein megin rannsóknaraðferð mannfræðinnar (Fontana, 1994).
Etnógrafísk rannsóknarhefð byggir á vettvangsaðferðum. Það þýðir
að rannsakandinn fer á vettvang, til þeirra sem rannsóknin er um, dvelur
hjá þeim um hríð, á í samskiptum við þá og deilir reynslu með þeim. Á
þennan hátt öðlast rannsakandinn innsýn í þann veruleika sem ætlunin er
að lýsa. Tvær megin aðferðir til vettvangsrannsókna eru opin viðtöl og
þátttökuathuganir. Þátttökuathuganir byggja á því að rannsakandinn er
einhvern tíma með fólki í umhverfi þeirra og öðlast innsýn í daglegt líf
þess á vettvangi. Opin viðtöl líkjast frekar óformlegum samtölum en
4 Það er mjög misjafnt eftir höfundum hvernig hugtakið „etnógrafía“ er notað. Ég nota það hér til að vísa
til eigindlegrar rannsóknarhefðar sem felur í sér mismunandi rannsóknaraðferðir.