Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 13

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Qupperneq 13
13 hefur framleiðendum ekki fækkað að sama skapi. Það hefur orðið mikil tekjurýrnun í greininni og er það eitt alvarlegasta vandamál hennar að mati viðmælenda minna. „Búin eru einfaldlega allt of lítil“ (Örn, Bændasamtökunum). Snorri Ágústsson, Landbúnaðarráðuneytinu segir til dæmis: Af því að ég veit svona sirka hvernig þeir [sauðfjárbændur] hafa lifað þá eiginlega vona ég að þeir séu þeir tekjulægstu sko. Ég vildi ógjarnan sjá einhverjar stéttir verr staddar. Fátækt þekkist innan greinarinnar og það er stöðugt erfiðara að lifa eingöngu af sauðfjárrækt6. Ástandið nú er þó betra en á fyrri hluta tíunda áratugarins. Sauðfjárbændur hafa það ekki eins slæmt fjárhagslega en viðmælendur mínir rekja það fyrst og fremst til betra atvinnuástands almennt. Búin eru hins vegar ekki að skila meiru af sér7. Reyndar er svo komið að á ákveðnum svæðum landsins skila hrein sauðfjárbú eigendum sínum nánast engum tekjum. Arnar Sigurðsson, Landssamtökum sauðfjárbænda metur stöðuna þannig: Það er ekki til neins fyrir þetta fólk sem er með þennan tekjustandard að, það er ekki til neins fyrir það að vera að berjast með fé. Það er verst fyrir það sjálft. Hér hef ég dregið upp einfalda mynd af hagrænum breytingum og stöðu sauðfjárbænda í dag. Til að skilja núverandi aðstæður sauðfjárbænda er nauðsynlegt að gera grein fyrir samspili reglukerfisins og greinarinnar. Útflutningsbætur og þjóðarsátt – syndir og yfirbót? Í upphafi 20. aldarinnar voru hvorki innflutningshöft né miðstýrðar verðlagsaðgerðir við lýði til verndar íslenskri landbúnaðarframleiðslu (Björn S. Stefánsson, 1986). Á þriðja áratugnum hófu stjórnvöld hins vegar kerfisbundnar aðgerðir til að auka landbúnaðarframleiðslu með það fyrir augum að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um helstu nauðsynjar. Með það markmið í huga og einnig vegna áhrifa kreppunnar miklu fer að bera meira á verndaraðgerðum stjórnvalda þvert á vilja margra bænda (Vigdís Jónsdóttir, 1992). Bændur fengu styrki til jarðræktar og vélvæðingar. Í kjölfarið jókst framleiðsla landbúnaðarafurða mikið þó að enn bæri á skorti á sumum algengustu vörunum fram undir lok sjötta áratugarins (Sigurður Snævarr, 1993). Kerfisvæðing landbúnaðarframleiðslunnar hélt áfram fram eftir 6 Á tímabilinu frá 1986 til 1995 var fjórðungur bændafólks með tekjur undir opinberum fátæktarmörkum (Landbúnaðarráðuneytið, 1998). 7 Rétt er að árétta að þau viðtöl sem þessi kafli byggir á voru tekin haustið 2000 og 2001. Síðan þá hefur efnahagslífið gengið í gegnum ákveðna kreppu og óvíst hvernig það hefur haft áhrif á afkomu bændafólks.

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.