Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 16
16
hafa komið illa við marga bændur og sumir hafi hreinlega skammast sín
fyrir að vera bændur. Reglukerfi landbúnaðarins var orðið svartur blettur á
greininni og samfélagið krafðist yfirbótar af hálfu bændastéttarinnar.
Yfirbót eða syndaaflausn í formi stórfellds niðurskurðar hefur haft
margvísleg áhrif. Sumir hættu, en aðrir, kannski of margir, hafa haldið
áfram búskap. Sauðfjárbúskapur er enn stundaður innan ramma
fastmótaðs reglukerfis sem veitir sauðfjárbændum takmarkað svigrúm til
að takast á við aðstæður sínar.
Rekstrarumhverfið – atvinnugrein í hafti
Búvörusamningurinn árið 1991 færði sauðfjárbændur nær hinum
almenna matvörumarkaði (Guðmundur Stefánsson, 1998). Þessi
samningur var endurskoðaður árið 1995 og svo aftur árið 2000 þar sem
breytingar voru gerðar sem miðuðu að ná enn frekara jafnvægi í
sauðfjárframleiðslu. Grundvallaratriði samningsins frá 1991 hafa þó
haldist óbreytt, þ.e. kerfi beingreiðslna frá ríki til bænda.
Beingreiðslur eru beinar styrkgreiðslur frá ríki til bænda. Þær
byggjast á greiðslumarki sem er bundið lögbýlum. Greiðslumark í
sauðfjárrækt er það framleiðslumagn sem ríkið hefur samþykkt að styrkja.
Greiðslumark er þannig kvóti á stuðning ríkisins. Beingreiðslurnar hafa til
skamms tíma ekki verið tengdar framleiðslu hvers bónda. Í síðasta
samningi er kveðið á um að þeir framleiðendur sem ganga inn í svokallað
gæðastýringarverkefni fái stighækkandi beingreiðslur á kostnað annarra
framleiðenda með það fyrir augum að þeir sem framleiða besta kjötið fái
umbun erfiðis síns. Engin takmörk eru á framleiðslumagni en magn
beingreiðslnanna setur framleiðslunni skorður, þar sem það borgar sig
sjaldnast að framleiða án þeirra.
Enn er stundaður útflutningur og Örn (Bændasamtökunum) og
Snorri (Landbúnaðarráðuneytinu) leggja báðir áherslu á betri árangur en
á tímum útflutningsbóta, enda er magnið mun minna nú. Útflutningi er
þannig háttað að á hverju ári er ákveðið útflutningshlutfall af
heildarframleiðslunni. Haustið 2002 er það 25% sem þýðir að
sauðfjárbændur fá greitt útflutningsverð fyrir fjórðung af framleiðslu sinni
(Landbúnaðarráðuneytið, 2002). Það eru skiptar skoðanir um ágæti
þessa kerfis meðal viðmælenda minna. Snorri talar um að þetta sé
eftirgjöf á innanlandsmarkaði, aðrir benda á að það þurfi að efla
markaðsstarf erlendis enn meira þó að einnig sé ljóst að greinin getur
ekki staðið undir miklum útflutningi þar sem framleiðslugeta hennar er
takmörkunum háð.
Að mati viðmælenda minna hefur framleiðslukerfið verið mjög
lokað síðustu ár. Bændur hafa átt mjög erfitt um vik að auka framleiðslu
sína. Í samningnum árið 2000 var kveðið á um að ríkið keypti upp 45.000
tonna greiðslumark og að stefnt skyldi að frjálsri sölu greiðslumarks eftir