Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 17
17 að markmið ríkisins um uppkaup hefðu náðst og eigi síðar en janúar 2004. Þetta ákvæði hefur nú þegar komist til framkvæmda. Viðmælendur mínir höfðu skiptar skoðanir á kostum frjálsrar verslunar með greiðslumark og bentu til að mynda á þróunina í mjólkurframleiðslu þar sem þeir sögðu kvótaverð hafa rokið upp úr öllu valdi. Þeir töldu óvíst að greinin gæti staðið undir kaupum á framleiðslukvóta12. Snorri, Landbúnaðarráðuneytinu, sagði til dæmis að „ …það gæti aldrei orðið hagkvæmt að byggja hús og rækta tún ofan í kaup á greiðslumarki…“. Aðrir settu einnig spurningamerki við hvort það væri siðferðilega réttlætanlegt og raunveruleg framtíðarlausn að heimila verslun með „ríkisstyrki“ og að bændur keyptu sér opinberan stuðning. Það er þó augljóst að þegar sala á greiðslumarki verður gefin frjáls losnar um greinina. Fólk fær svigrúm til að stækka við sig en það getur einnig haft félagslegar og tilfinningalegar afleiðingar eins og Eiríkur Ingvarsson, Landbúnaðarháskólanum, lýsir: Í raun og veru þannig að um leið og þú með nýjum hugmyndum og nýjum verkefnum ert að skapa þér forskot þá ertu í raun og veru að troða annan niður þannig að þú færð… þetta félagslega sko andstreymi…við að þú reynir að spjara þig, þá drepurðu nágrannann…maður verður mjög var við það að sérstaklega meðal eldra fólks þá er svona er þessi, þessi tvíhyggja soldið svona erfið. Sú samþjöppun sem óneitanlega verður skapar einnig önnur vandamál. Sauðfjárrækt er megin atvinnuvegur sumra af dreifðustu byggðum landsins. Nú þegar hefur orðið mikil „grisjun“ í sveitum „…þannig að þó menn séu að tala um að búin séu að stækka þá er á mörgum slíkum stöðum mjög bagalegt ef þeim fækkar mikið, því þá eru byggðirnar komnar að hruni“ (Örn, Bændasamtökunum). Vandi sauðfjárræktar er því í aðra röndina vandi sauðfjárræktarbyggðanna. Það er ákveðinn lágmarksfjöldi fólks sem þarf til að standa undir byggðum og „…ef það slokknar eitt ljós í sveitinni þá erum við að skapa önnur vandamál líka“ (Snorri, Landbúnaðarráðuneytinu). Beingreiðslur – byggðastyrkir eða stuðningur við framleiðslu? Viðmælendur mínir hafa skiptar skoðanir um hvort og hvernig megi líta á beingreiðslur sem annars vegar framleiðslustyrki og hins vegar byggðastyrki. Snorri (Landbúnaðarráðuneytinu) talaði um að eftir að beingreiðslurnar voru teknar upp hafi styrkir til landbúnaðar meiri svip 12 Í þessu samhengi má benda á að margt bendir til þess að þar sem kostir til hefðbundins landbúnaðar eru ráðandi þættir í verðgildi jarða hefur frjálst framsal greiðslumarks haft þau áhrif að lækka verðmæti véla, ræktunar og húsa. Með öðrum orðum, ef það eru ekki aðrir þættir í umhverfinu sem hækka verð bújarða, þá rýrnar hlutfallslegt verðmæti framleiðslutækjanna á kostnað greiðslumarksins.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.