Rit Mógilsár - 01.03.2004, Page 26

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Page 26
26 Ég held að það séu náttúrlega margir ósáttir við það að það skuli þurfa að vera þannig að þetta sé það bjargráð sem menn sjá….En hins vegar sjá það allir að byggðunum blæðir út…þetta er vont en það er eitthvað. Hér mun ég ekki fara nánar útí umfjöllun um virkjun sem bjargráð í Fljótsdal en einbeita mér að áhrifamiklu nýsköpunarverkefni á svæðinu, Héraðsskógum16. 6 HÉRAÐSSKÓGAR Í þessum kafla er fjallað um upphaf, viðtökur og þróun Héraðsskógaverkefnisins. Ég byrja á að rekja sögu og forsendur Héraðsskóga út frá opinberum gögnum. Því næst er fjallað nánar um upphaf og stofnun Héraðsskógaverkefnisins. Í þriðja lagi er gerð grein fyrir viðtökum þess meðal heimafólks og embættismanna og að lokum er fjallað um hvernig verkefnið hefur verið þróað á svæðinu. SAGA, MARKMIÐ OG TILGANGUR HÉRAÐSSKÓGA Rætur Héraðsskógaverkefnisins liggja aftur til annars skógræktarverkefnis á svæðinu, svokallaðrar Fljótsdalsáætlunar. Á sjöunda áratugnum var að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélags Austurlands farið að undirbúa skógrækt á nokkrum jörðum í Fljótsdal. Verkefnið var skipulagt á þann hátt að bændur létu í té land og héldu við girðingum. Skógrækt ríkisins greiddi allan stofnkostnað: girðingar, plöntur og vinnu við gróðursetningu. Fyrstu plönturnar voru gróðursettar sumarið 1970 en alls miðaðist verkefnið við gróðursetningu í 1500 hektara lands (Héraðsskógar, 1995). Árið 1986 skilaði svokallaður Auðlindahópur, skipaður af forsætisráðuneytinu, skýrslu um landnýtingu og landkosti á Íslandi. Þar kom fram að rækta mætti nytjaskóg á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Fljótsdalshéraði. Höfundar skýrslunnar hvöttu til nytjaskógræktar og skipti hún miklu þegar kom að því að afla Héraðsskógaverkefninu fylgis. Um vorið 1987 héldu Skógræktarfélag Austurlands og Skógræktarfélag Íslands fund um hlutverk skógræktar á Austurlandi. Á fundinum var samþykkt tillaga til stjórnvalda um að útvega aukið fé til skógræktar í fjórðungnum (Héraðsskógar, 1995). Í maí 1988 stofnuðu áhugasamir bændur Félag skógarbænda á Héraði og Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu sem þingmenn 16 Nánari umfjöllun um virkjun sem bjargráð og viðhorf íbúa Fljótsdals til hennar má finna í meistararitgerð höfundar, (Gunnar Þór Jóhannesson, 2003)

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.