Rit Mógilsár - 01.03.2004, Síða 28

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Síða 28
28 landi bænda og annarra landeigenda á svæðinu. Skulu þeir verða í umsjón landeigenda og tekjugjafi þeirra í framtíðinni (Héraðsskógar, 2002). Markmið og stefna Héraðsskóga er einnig að hvetja til smáiðnaðar og í samvinnu við heimamenn að skapa ný atvinnutækifæri tengd skógrækt. Þar má nefna ferðaþjónustu, úrvinnslu skógarafurða og smáiðnað í formi minjagripaframleiðslu (Héraðsskógar, 2001b). Hlutverk stofnunarinnar Héraðsskóga er að vera „…stjórnar- og skipulagningaraðili við uppbyggingu skógræktar á Fljótsdalshéraði sem sjálfstæðrar atvinnugreinar meðal bænda. Stefna Héraðsskóga er að færa alla verkþætti út í sveitirnar.“ (Héraðsskógar, 2002). Það liggur ljóst fyrir að tilgangur verkefnisins er að styrkja byggð og nytjaskógrækt er verkfæri í þeim tilgangi. Verkefnið er öðrum þræði byggðapólitískt, en er ekki sett upp sem markaðsfyrirtæki, þó að sá möguleiki sé fyrir hendi samkvæmt lögunum. UPPHAFIÐ Segja má að Héraðsskógaverkefnið sé að vissu leyti útvíkkun á Fljótsdalsáætlun. Hvatinn að því var ekki síst fyrrnefndir erfiðleikar í sauðfjárrækt og sagði Sigurður Gunnarsson, starfsmaður Héraðsskóga, m.a. að Héraðsskógar hefðu verið „ákveðin afleiðing af riðuveikisniðurskurðinum“. Páll Björnsson, starfsmaður Héraðsskóga, vísar til skýrslu auðlindahópsins (sjá að framan) og góðrar reynslu af Fljótsdalsáætlun sem meginforsendna fyrir því að fólk fór að huga að auknu fjármagni til skógræktar. Í þessu sambandi má ekki gleyma þætti þeirra sem töluðu fyrir skógrækt sem aukabúgrein, og sem þannig opnuðu augu fólks fyrir þeim möguleikum sem skógræktin er. Guðrún Gísladóttir, starfsmaður Héraðsskóga, sagði að á upphafsárum Fljótsdalsáætlunar hafi sú hugsun ennþá verið ríkjandi hjá mörgum að sauðfjárrækt og skógrækt gætu ekki farið saman en málflutningur skógræktarfólks hafi skipt miklu til að breyta þeim viðhorfum. Frumkvæði að stofnun Héraðsskóga kom úr mörgum áttum og það er misjafnt hvernig hlutur bænda er metinn í því sambandi. Páll segir: En ég held að það verði kannski aldrei sagt að það voru bændur sem hvöttu fyrst og fremst til skógræktar, það voru ekki eingöngu skógræktarmenn eða þingmenn eða eitthvað slíkt, heldur vann þetta allt saman, það var enginn einn tekinn þarna útúr. Sigurður lagði meiri áherslu á þátt bændanna. Hann sagði þá hafa verið

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.