Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 33
33
framkvæma þeir sjálfir, verkefnið vinnur til þess að styrkja
innviði hvers bús um sig til þess að hvetja menn til dáða...
Héraðsskógar er í raun og veru samheiti þeirra landeigenda
sem eru í því... frumkvæðið er þeirra, það er það sem gildir.
Annað atriði sem hafði áhrif á það að fólk tók vel í verkefnið var að
skógrækt var stillt upp sem nýrri aukabúgrein. Þannig var reynt að
komast hjá því að stilla skógrækt upp sem andstæðu við sauðfjárrækt.
Sigurður sagði að það hefði tekið smá tíma fyrir bændur að sjá að það
væri engin fyrirstaða að stunda skógrækt og sauðfjárrækt saman.
Aðspurður sagði hann að í fyrstu hefðu menn kannski ekki verið
tilbúnir að prófa, þeir hafi ekki skilið hvernig í ósköpunum þetta ætti að
ganga. Sigurður sagði að þau hefðu hvatt bændur til að beita sauðfé í
skóga sem voru fyrir á jörðum þeirra og árangurinn lét ekki á sér
standa.
Indriði segir að afstaða stjórnenda Héraðsskóga hafi skipt miklu
um breytt viðhorf bænda til skógræktar. Hann segir það „ekkert mál“
að fella skógrækt að öðrum búskap. Einungis þurfi að skipuleggja
jörðina, ákveða að taka ákveðna spildu undir skógrækt, planta í hana
og svo eftir ákveðinn tíma, þegar plönturnar eru búnar að ná ákveðinni
hæð, þá sé tilvalið að byrja að beita í skóginn. Ragnar og Anna tóku
undir þetta og sögðu að það væri hreinlega til bóta að beita í skóga,
mosamyndun yrði ekki eins mikil og eins hentaði það skepnunum.
Fólk er hætt að líta á skógrækt og sauðfjárrækt sem andstæðar
búgreinar og í stað þess eru þær stundaðar samhliða.
Páll segir að sprenging hafi orðið í skógræktaráhuga á svæðinu
og raunar landinu öllu síðan verkefnið fór af stað. Árið 1988 var fyrsta
félag skógarbænda stofnað og þá voru um hundrað manns
þátttakendur. Tíu árum síðar voru landssamtök skógarbænda stofnuð
og nú eru um fimmhundruð manns félagar að skógarbændafélögum
um allt land. Skógrækt sem raunveruleg atvinnugrein til sveita er því
að öllum líkindum komin til að vera.
Þátttakendur í verkefninu sem ég talaði við voru sammála um
að verkefnið gengi vel. Það kom hins vegar fram ákveðinn óróleiki
varðandi framgang úrvinnslu og markaðssetningar á skógarafurðum.
Sumum bændum fannst að markaðssetning á skógarafurðum hefði
gengið of hægt og það væri veikur hlekkur í verkefninu. Enn sem
komið er hafa aðallega verið framleiddir girðingastaurar úr því efni
sem til fellur við grisjanir. Einstaklingar hafa þó byrjað að gera tilraunir
með að búa til parkett og húsgögn úr viðnum. Starfsfólk Héraðsskóga
tók að nokkru leyti undir með bændum og sagði að nauðsynlegt væri
að fara að huga að úrvinnslu og markaðssetningu skógarafurða. Þau
höfðu samt litlar áhyggjur af þessum þætti verkefnisins enn sem komið