Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 40

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Side 40
40 ekki verið byggðunum til góðs. Allar breytingar á reglukerfi sauðfjárræktar eru því hápólitískar og stjórnvöld hafa ekki enn viljað taka af skarið og ákveða hvort skuli stefna að fullri markaðsvæðingu greinarinnar eða vinna að byggðastefnu með stuðningi við hana. Á sama tíma eru gildi og forsendur byggðastefnu að breytast. Það er lögð meiri áhersla á nýsköpun og frumkvæði heimafólks á kostnað lánafyrirgreiðslu og aðstoðar við einstök fyrirtæki. Þó það megi setja spurningarmerki við hvort það hafi tekist að hrinda nýjum áherslum byggðastefnunnar í framkvæmd er hér um hugmyndafræðilega stefnubreytingu að ræða sem tengist vaxandi áherslu á markaðsvæðingu og hagnýtingu tækni og upplýsinga til nýsköpunar. Staða sauðfjárbænda í dag er því þversagnakennd. Annars vegar er áhersla lögð á markaðsvæðingu og að greinin starfi í sama umhverfi og aðrar atvinnugreinar. Hins vegar er greininni ætlað að halda uppi byggð í landinu og henni búin þröngur stakkur til framþróunar. Sauðfjárbændum er ætlað að sýna meira frumkvæði og framtak og skapa sér þannig ný tækifæri en um leið eru þau bundin af reglukerfi greinarinnar. Samfara ferlum hnattvæðingar hefur fjarað undan grundvallarforsendum stjórnkerfis sauðfjárræktar. Altæk stjórnun af því tagi sem stjórnkerfið er dæmi um á ekki við þær aðstæður sem eru ríkjandi í samfélaginu í dag. Bændafólk í Fljótsdal hefur ekki frekar en aðrir verið viljalausir þolendur breytinga heldur tekið sem gerendur á aðstæðum sínum. Þrátt fyrir að reglukerfið hafi takmarkað hreyfanleika og þar með möguleika fólks til að takast á við breyttar aðstæður hefur það beitt margvíslegum bjargráðum. Bændafólk hefur getað hagnýtt sér nýja möguleika með tilkomu hnattrænna breytinga, t.d. með tilkomu nýrrar tækni og meiri fjölda ferðafólks. Á margan hátt má segja að þau hafi tekið til við hnattsvæðingu á grunni sauðfjárræktar. BJARGRÁÐ Í FLJÓTSDAL Bjargráð er víðfeðmt hugtak sem vísar bæði til breytinga eða rofs í samfélaginu og hvernig fólk beitir ólíkum aðferðum til að takast á við þær á merkingarbæran hátt. Þrjár víddir felast í bjargráðum sem vísa til nýsköpunar, uppbyggingar sjálfsmyndar og tengslaneta. Nýsköpun felur ávallt í sér ákveðið rof í formgerðum samfélagsins um leið og hún byggir oftast á því sem fyrir er. Sköpun sjálfsmyndar er orðið flóknara ferli en áður var. Það eru fleiri hugsanlegir möguleikar til staðar þar sem fólk hefur aðgang að margvíslegum tengslanetum og upplýsingum innan þeirra. Tengslanet eru nokkurs konar miðill fyrir nýsköpun og sköpun sjálfsmyndar. Tengslanet eru þannig farvegir fyrir ýmiskonar flæði og fela í sér möguleika á sköpun félagslegs auðs. Þau eru því

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.