Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 13
Í doktorsrannsókn þinni er sjónum beint að reynslu hinsegin nemenda í íslenskum framhaldsskólum. Hvernig kom þetta viðfangsefni til og hverjar voru helstu niðurstöðurnar? Þetta er málaflokkur sem ég hef lengi haft mikinn áhuga á og verið forvitinn um enda eru nær engar rannsóknir til hérlendis um reynslu hinsegin nemenda af íslenska skólakerfinu. Ég hafði stundað kennslu í framhaldsskólum nokkuð lengi og fannst hinsegin ungmenni fara á mis við margt það sem gagnkynhneigð skólasystkini þeirra voru að upplifa. Það vakti líka athygli mína að margir krakkar sem ég var að kenna komu ekki úr skápnum fyrr en eftir að framhaldsskóla lauk sem vakti spurningar um hvort það væri eitthvað kerfislægt innan skólanna sem héldi aftur af þeim. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að það er ákveðin gjá á milli þess sem er að gerast í íslensku samfélagi annars vegar og íslenska skólakerfinu hins vegar hvað varðar hinsegin málefni. Á sama tíma og íslenskt samfélag breytist og verður sífellt frjálslyndara í málefnum hinsegin fólks erum við ekki að sjá þær breytingar birtast innan skólakerfisins, sem heldur áfram að vera íhaldssamt og viðheldur ákveðnu umhverfi, eða rými, sem gerir ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. Skólakerfið hefur ekki náð að halda í við þá frjálslyndisþróun sem hefur átt sér stað í samfélaginu og þess vegna verðum við vitni að því þegar bæjarfélag eins og Hafnarfjörður leggur fram tillögu um að auka hinseginfræðslu innan skólanna að það verður allt vitlaust! Hvernig komstu í samband við nemendurna? Ég beitti ýmsum leiðum til að finna nemendur fyrir rannsóknina. Í skólanum þar sem ég kenndi voru nokkrir hinsegin krakkar sem ég setti mig í samband við. Ég sendi líka bréf til námsráðgjafa margra framhaldsskóla og spurðist fyrir um hvort einhver hefði leitað til þeirra vegna kynhneigðar sinnar. Í gegnum ungliðahóp Samtakanna ‘78 komst ég einnig í samband við nokkra nemendur. Hins vegar var áhrifaríkasta leiðin hin svokallaða snjóboltaleið, þar sem einn nemandi kom mér í samband við annan nemanda og svo koll af kolli. Öllum krökkunum sem ég hafði samband við fannst mjög merkilegt að einhver væri að rannsaka þessi mál og þau voru mjög jákvæð gagnvart rannsókninni. Ég skynjaði að þeim fannst greinilega eitthvað vanta innan skólakerfisins og því vildu þau leggja sitt af mörkum til þess að rannsóknin gengi vel. Ég fékk greiðan aðgang að persónulegum sögum þeirra og upplifun. Í samtölunum kom fljótlega í ljós að innan þeirra framhaldsskóla sem krakkarnir sóttu var öll fræðsla um kyn, kynhneigð og kynlíf mjög einsleit og einhliða. Skólabækur fjölluðu lítið sem ekkert um hinsegin veruleika og öll fræðsla um kynlíf var á gagnkynhneigðum og frekar neikvæðum nótum þar sem umræðan snerist nær eingöngu um barneignir og kynsjúkdóma. Það má fullyrða að það sé búið að læknisvæða kynfræðslu innan íslenskra framhaldsskóla enda sjáum við að þeir sem fræða ungmenni helst um kynlíf eru læknanemar sem koma í heimsóknir í skólana en þeir hljóta að hafa ákveðnar áherslur í sínum málflutningi aðrar en tilfinningalíf og kynvitund. Þú segir að nemendurnir hafi verið mjög meðvitaðir um að skólaumhverfi þeirra væri gagnkynhneigt og að sú vitund hafi virkjað þá til ýmiss konar viðbragða? Frá upphafi lagði ég áherslu á að nálgast viðfangsefnið á þann veg að nemendurnir kæmu fram sem gerendur en ekki þolendur. Í erlendum rannsóknum er orðræðan nær alltaf á þann veg að nemendur séu þolendur á einhvern máta en þá týnist að margir þeirra eru líka virkir þátttakendur í umhverfi sínu. Nú er rétt að hinsegin ungmenni eru tölfræðilega líklegri til að misnota áfengi, fíkniefni og taka eigið líf en sá málflutningur er aðeins lítill hluti af þeim veruleika að vera ung hinsegin manneskja. Ég vildi draga fram þá þætti sem sýna að krakkarnir eru virkir þátttakendur í að móta umhverfi sitt og storka reglulega þeim gagnkynhneigða ramma sem skólinn setur þeim. Gott dæmi um þess konar storkun kom frá stúlku sem ég segi frá í rannsókninni, köllum hana Dani. Dani þurfti að skrifa ritgerð fyrir þýskuáfanga þar sem verkefnið var að segja frá síðustu helgi og hvað hún hefði gert. Dani skrifaði grein þar sem hún talaði um samband sitt við kærustuna sína og að þær hefðu farið í bíó. Textinn var skrifaður skýrt þannig að um væri að ræða tvær stúlkur. Með þessu móti var Dani að að skapa hinsegin rými innan skólakerfisins til að segja frá sinni lesbísku lífsreynslu. Skólakerfið brást hins vegar við með því að leiðrétta ritgerðina og þegar Dani fékk hana til baka var búið að „leiðrétta“ kyn kærustunnar í karlkyn því stelpan hefði örugglega verið að gera bölvaða málfræðivillu! Þetta er gott dæmi um hvernig fólk skapar sér rými og hvernig umhverfið bregst við því. Orðnotkun á borð við „faggi“, „helvítis homminn þinn“ eða að eitthvað væri „svo gay“ kallaði líka fram viðbrögð hjá krökkunum. Mörg þeirra 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.