Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 53
Brot á þessum reglum verður til þess að
atriði er hafnað eða vísað úr göngunni.
Leikstjórn
Hinsegin dagar leggja áherslu á að
þátttakendur vandi til verka við skreytingar
vagna og búninga. Skilaboðin geta
verið með óteljandi móti og þar skiptir
hugkvæmni þátttakenda miklu máli. Bestu
atriðin kosta oftar en ekki litla peninga.
Hinsegin dagar bjóða aðstoð leikstjóra
sem gefa góð ráð til göngufólks. Ræðið
hugmyndir ykkar við ráðgjafa okkar og
þau benda á leiðir sem kosta lítið en
setja flottan svip á atriðin ykkar. Sendið
póst til Hinsegin daga í tæka tíð (pride@
hinsegindagar.is) og við aðstoðum ykkur
við að komast í samband við leikstjóra
sem hafa langa reynslu af götuleikhúsi og
uppákomum af öllu tagi.
Göngustyrkir
Hinsegin dagar veita minni háttar fjárstyrki
til gönguatriða. Umsóknir um þá skulu
berast Gunnlaugi Braga Björnssyni,
fjármálastjóra hátíðarinnar, um leið og sótt
er um þátttöku. Netfang hans er gjaldkeri@
hinsegindagar.is. Styrkir eru einungis veittir
gegn framvísun reikninga og skulu þeir hafa
borist til Hinsegin daga (b.t. fjármálastjóra),
Suðurgötu 3, 101 Reykjavík, fyrir 31. ágúst.
Ekki er veittur styrkur til að fjármagna
leigu á farartækjum eða eldsneyti. Gæði
atriðanna skipta miklu máli þegar kemur að
því að meta hverjir fá styrk. Hinsegin dagar
áskilja sér rétt til að samþykkja eða hafna
öllum beiðnum um styrki í samræmi við
fjárhag hátíðarinnar.
Groups that wish to participate in the
parade must apply to Reykjavik Pride
before 1 August by filling out a form
which can be found on the website,
www.reykjavikpride.com. For any further
information about the parade, please
contact the parade managers Ásta,
Eva, Helga, Setta and Steina by e-mail,
gongustjori@gmail.com. The parade
leaves from Vatnsmýrarvegur, close to the
Bus Terminal (BSI), and ends in front of
the concert stage at Arnarhóll in the city
center. All participants are asked to show
up at the starting point at 12 a.m. on
Saturday, 8 August. The parade starts at
2 p.m. sharp.
Að gefnu tilefni minnum við á að ófiðraðir steggir og fjaðralausar gæsir
eru ekki velkomin í gleðigöngu Hinsegin daga. Finnið ykkur vinsamlegast
annan vettvang fyrir steggja- og gæsapartí dagsins. Við göngum í þágu
mannréttinda og mannvirðingar, ekki niðurlægingar!
Starfsfólk Forlagsins á
Fiskislóð eru sérstakir
hjálparkokkar göngustjórnar
Hinsegin daga og fá hlýjar
þakkir fyrir!
53