Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 70
Hinsegin
félagasamtök
á Íslandi
LGBTIQ organisations
in Iceland 2015
Hinsegin dagar í Reykjavík /
Reykjavik Pride
www.hinsegindagar.is
pride@hinsegindagar.is
Facebook: reykjavikpride
Hinsegin dagar í Reykjavík – Reykjavik
Pride eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök
sem árlega skipuleggja Hinsegin daga í
Reykjavík aðra helgina í ágúst. Allir sem
styðja markmið hátíðarinnar og vilja vinna
með félaginu geta gerst félagar.
Reykjavik Pride is an independent non-
profit organisation whose one and only
purpose is to organise the Pride festival in
Reykjavík every year. The organisation is run
solely by volunteers. Everyone who supports
queer rights and wants to help with organising
Reykjavik Pride can become a member.
Samtökin ’78 – félag hinsegin fólks
á Íslandi / The National Queer
Organisation
www.samtokin78.is
skrifstofa@samtokin78.is
Facebook: samtokin78
Samtökin ’78 eru elstu og stærstu
samtök hinsegin fólks á Íslandi og undir
forystu þeirra hafa unnist miklir sigrar
í mannréttindamálum á liðnum árum.
Markmið félagsins er tvíþætt: Að vinna
að baráttu- og hagsmunamálum hinsegin
fólks í því skyni að vinna því jafnrétti á við
aðra á öllum sviðum þjóðlífsins og að skapa
félagslegan og menningarlegan vettvang til
þess að styrkja sjálfsvitund þess, samkennd
og samstöðu um sérkenni sín.
The National Queer Organisation of Iceland
was the first queer organisation in Iceland and
under its lead many great achievements in
relation to queer rights have been made. The
goal of the organisation is twofold: To fight
for queer rights and interests and thereby aim
for equality in all fields of the society, and
to create a social and cultural context where
queer identity and solidarity can prosper.
Q – Félag hinsegin stúdenta / Q –
Queer Student Association
www.queer.is
queer@queer.is
Facebook: qfelag
Félag hinsegin stúdenta, Q, var stofnað
í janúar 1999. Það heldur uppi öflugu
félagsstarfi meðal ungs fólks og hittist á
Q-kvöldum í félagsmiðstöð Samtakanna
’78. Eitt af markmiðum félagsins er að
vera sýnilegt afl innan háskólasamfélagsins
á Íslandi og í forsvari þar þegar málefni
hinsegin fólks ber á góma. Félagið er virkur
þátttakandi í tveimur samtökum ungs fólks í
Evrópu, Transgender-Europe og IGLYO.
Q – Queer Student Association was founded
in 1999. It organises various events for queer
youth and students. One of its main goals is
moreover to be a visible force and advocate
for queer rights and interests within the
universities in Iceland. Q is an active member
of the European organisations Transgender-
Europe and IGLYO.
Trans-Ísland / Trans Iceland
trans@samtokin78.is
transiceland@gmail.com
Facebook: transisland
Trans-Ísland var stofnað árið 2007 og
hefur að markmiði sínu að skapa trans
fólki og fjölskyldum þess menningarlegan
vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund
þeirra, vinna að laga- og réttarbótum, auka
fræðslu og eiga samstarf við sambærileg
samtök hérlendis og erlendis. Fundir Trans-
Íslands eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers
mánaðar í félagsmiðstöð Samtakanna ’78.
Trans-Ísland hefur farið ört stækkandi á
síðustu árum í takt við trans samfélagið og
Kynsegin Ísland er nú formlega orðið partur
af félaginu.
Trans Iceland was founded in 2007. Its goal
is to create a cultural setting for trans people
and their families and thereby bolster their
sense of identity, to work towards judicial
improvement and education on trans
issues, and to cooperate with other queer
organisations. Trans Iceland has grown
alongside the trans community and Non-
Binary Iceland is now an official part of the
organisation.
Íþróttafélagið Styrmir /
Styrmir Sport Club
ststyrmir@gmail.com
Facebook: styrmir.sport
Íþróttafélagið Styrmir var stofnað
árið 2006 og er ein af blómlegustu
grasrótarhreyfingum hinsegin fólks á
Íslandi. Félagið heldur úti reglulegum
æfingum í fótbolta, sundi og blaki
og er virkt í að halda stóra sem smáa
íþróttaviðburði. Árlega taka félagar þátt í
íþróttamótum á erlendum og innlendum
vettvangi og allir eru hjartanlega velkomnir
á æfingar félagsins, bæði byrjendur og
lengra komnir.
Styrmir Sport Club was founded in 2006
and has since then been one of the most
flourishing queer grass-roots movements
in Iceland. The group organises football,
swimming and volleyball training sessions,
as well as various large and small-scale sport
events. The members of Styrmir participate in
competitions and tournaments in Iceland and
abroad every year. Everyone is welcome to
attend training sessions, both beginners and
more advanced.
KMK – Konur með konum /
Women with women
kmkkonur@gmail.com
Facebook: kmk.sms
Konur með konum, KMK, varð til sem
grasrótarhreyfing lesbía laust fyrir 1990.
Tilgangurinn er ekki síst að efla sýnileika
lesbía, styrkja samstöðu þeirra og gefa
þeim tækifæri til að skemmta sér á eigin
forsendum. Stúlkurnar í KMK stunda íþróttir
af kappi, einkum blak, og hafa keppt á
alþjóðlegum leikum.
70