Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 61

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2015, Blaðsíða 61
Trans Intersex Trans (transgender) er regnhlífarhugtak yfir ólíka hópa fólks sem á það sameiginlegt að kynvitund þess, kyntjáning eða -upplifun er á skjön við það kyn sem því var úthlutað við fæðingu. Þar undir fellur meðal annars trans fólk sem upplifir sig sem „hitt“ kynið og fer í kynleiðréttingarferli og kynsegin fólk (genderqueer, genderfluid, non-binary) sem upplifir sig hvorki sem karl né konu heldur sem hvort tveggja eða einhvers staðar þar á milli. Intersex er líka regnhlífarhugtak sem nær yfir fólk með ódæmigerð kyneinkenni, það er meðfædd líkamleg einkenni sem ekki samræmast stöðluðum hugmyndum um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast sem sagt með kyneinkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns, sambland af karl- og kvenkyni eða hvorki karl- né kvenkyns. Sumar algengar intersex formgerðir eru greindar á meðgöngu og margar eru sjáanlegar við fæðingu. Ýmsir intersex eiginleikar koma þó síðar í ljós, til dæmis við kynþroska, þegar reynt er að geta barn, eða fyrir einskæra tilviljun. Trans fólk og intersex fólk eru þeir hópar innan hinsegin samfélagsins sem einna mest samskipti þurfa að hafa við heilbrigðiskerfið, ýmist sökum þess að einstaklingar sækjast eftir því að fá hormónagjöf og gangast undir skurðaðgerðir eða af því að slíkum aðgerðum hefur verið beitt og glíma þarf við afleiðingar þess. Báðir hópar eru því að miklu leyti háðir því hversu vel heilbrigðiskerfið í hverju landi er í stakk búið að sinna þeirra þörfum og hve mikill vilji er fyrir hendi til að gera það með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Ritstjórn fékk Kitty Anderson, formann félagsins Intersex Ísland, og Uglu Stefaníu Jónsdóttur, fjölmiðlafulltrúa Trans Íslands, til að setjast niður og ræða þessi mál og stöðuna á Íslandi. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.