Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 16

Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 16
BLAK Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir varð í vikunni sænskur meistari í blaki en þar með varð hún þre­ faldur meistari með liði sínu Hylte/ Halmstad á nýafstöðnu keppnis­ tímabili. Jóna Guðlaug hefur leikið á sænskri grundu síðastliðin sjö ár en þar hefur henni ekki tekist að verða sænskur meistari fyrr en nú. Jóna Guðlaug, sem er uppal­ in í Neskaupstað, var fyrr á þessu tímabili valin í lið ársins í sænsku úrvalsdeildinni, en það lið er valið af leikmönnum og þjálfurum deild­ arinnar. „Ég var búin að vera í öðru og þriðja sæti og var farin að halda að ég myndi aldrei ná að landa þeim stóra. Það var því mikill tilfinninga­ rússíbani þegar titillinn var í höfn og ég hágrét bara eins og barn þegar sigurinn var í höfn. Það er ákveðið spennufall í gangi núna nokkrum dögum eftir að við höfðum betur í úrslitaleiknum. Ég verð eiginlega bara að viðurkenna að ég er enn í skýjunum og verð þar eitthvað áfram,“ segir Jóna Guð­ laug, um tilfinninguna að hafa orðið sænskur meistari. „Fyrir sjö árum síðan var ég búin að spila sem atvinnumaður í Frakk­ landi, Sviss og Þýskalandi og var jafnvel á því að hætta bara í blak­ inu. Ég var orðin þreytt á að vera að f lakka á milli landa og var að leita að einhverjum stöðugleika. Þá fékk ég tölvupóst frá Svíþjóð þar sem ég var spurð hvort ég vildi koma þangað að spila og ég ákvað bara að slá til. Ég sé alls ekki eftir því, þrátt fyrir að sænska deildin sé ekki sú besta í Evrópu þá get ég spilað sem atvinnumaður hérna og mér líður of boðslega vel. Svo er maðurinn minn líka í blaki en hann var kjörinn besti blak­ maður deildarinnar nýverið og varð einnig sænskur meistari í vikunni. Það er því bitist um athyglina á heimilinu þessa stundina og mikil gleði í gangi. Það er talað um lítið annað en blak á heimilinu og í rauninni er það mjög gott að ég búi með manni sem skilur það hversu mikinn tíma og orku blakið tekur á hverjum degi,“ segir þessi metnaðarfulla blakkona. „Það skemmdi ekki fyrir að við vorum að velta af stalli erkifjanda okkar, Engelholms, sem hefur orðið meistari síðustu sex árin. Þetta var því langþráður sigur fyrir mig per­ sónulega og félagið sjálft. Þessu hefur verið vel fagnað síðustu dag­ ana og mjög gaman að taka þátt í því,“ segir hún. „Þegar ég kemst niður úr skýj­ unum bleiku ætla ég að einbeita mér að strandblakinu. Mig langar að færa mig úr inniblakinu yfir í strandblakið næstu mánuðina og ég sé svo til hvað ég geri næsta haust. Nú er ég á leiðinni með liðsfélaga mínum í strandblakinu, Thelmu Dögg Grétarsdóttur, á mótaröðina á ítalska meistaramótinu. Það er mjög mikill áfangi að kom­ ast inn á þá mótaröð og við erum mjög spenntar fyrir því að spila þar. Við ætlum að reyna að komast inn á eins mörg alþjóðleg mót og við getum næstu mánuðina. Markmiðið er að freista þess að komast inn á Ólympíuleikana sem fram fara í Tókýó í ágúst. Það er algerlega raunhæft að komast þangað en fer bara eftir því hversu mörgum mótum við náum að taka þátt í og hvernig okkur gengur þar,“ segir Jóna um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is Grét eins og lítið barn þegar titillinn var loksins í höfn Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir náði í vikunni þeim afar langþráða áfanga að verða sænskur meistari í blaki. Fyrr á tímabilinu var Jóna Guðlaug valin í lið ársins en það úrvalslið er valið af leikmönnum og þjálf- urum deildarinnar. Fyrir sjö árum var hún nærri því að hætta blakiðkun þegar kallið kom frá Svíþjóð. Stephanie Frappart verður við störf á EM í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Blakkonan Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með sigurverðlaunin. MYND/AÐSEND Þegar ég kem niður úr skýjunum bleiku ætla ég að einbeita mér að strandblakinu. Mig langar að færa mig úr inniblakinu í strandblakið næstu mánuð- ina og ég sé svo til hvað ég geri næsta haust. FÓTBOLTI Pep Guardiola og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar Man­ chester City og Liverpool, voru báðir inntir álits á fyrirhuguðum breytingum á Meistaradeild Evr­ ópu sem munu koma til fram­ kvæmda á næsta keppnistímabili. Þar verður leikjum í riðlakeppni deildarinnar fjölgað úr sex í tíu en kollegarnir eru ekki par sáttir við þá breytingu. „Ég veit ekki hvar í dagatalinu það á að koma þessum leikjum fyrir. Eins og staðan er núna fá bestu leikmenn heims sex daga frí eftir langt og strangt keppnistíma­ bil áður en þeir fara í landsliðsverk­ efni,“ segir Guardiola. „Svo á að fjölga leikjum á næstu leiktíð. Þetta skapar hættu á að leikmenn meiðist og mér sýnist að það þurfi að vera 400 dagar í næsta ári til þess að koma leikjum ársins fyrir á skikkanlegan máta,“ segir Spánverjinn. Klopp tók í sama streng og keppinautur hans: „Það er allavega jákvætt að þessar bollaleggingar um Ofurdeildina hafi verið slegnar út af borðinu. Það er sífellt verið að bæta við keppnum, bæði hjá félagsliðunum og landsliðunum, án þess að pæla í því hvar eigi að koma þeim fyrir,“ segir Klopp um stöðu mála. „Mér hugnast alls ekki þær breytingar sem til stendur að gera á Meistaradeildinni og það sem mér finnst verst er að við knattspyrnu­ stjórarnir, leikmennirnir og stuðn­ ingsmennirnir erum aldrei spurðir álits þegar svona breytingar á fyrir­ komulagi keppna eru ákveðnar,“ segir þýski knattspyrnustjórinn. Liver pool mætir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag en liðið er í keppni við West Ham og Chelsea um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þau lið eigast við síðdegis í dag. – hó Telja breytinguna auka hættuna á meiðslum Pep Guardiola er ekki hrifinn af því að til standi að auka leikjaálagið á leikmönnum hans á næsta keppnistímabili með boðuðum breytingum á Meistaradeild Evrópu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Franski dómarinn Steph­ anie Frappart verður í sumar fyrsta konan til að dæma í lokakeppni á Evrópumóti karla í fótbolta. Frapp­ art mun sinna störfum sem vara­ dómari og fjórði dómari í leikjum á mótinu. Síðastliðin tvö ár hefur Frappart verið fyrsta konan til þess að dæma í Meistaradeild Evrópu í karla­ flokki, í efstu deild í Frakklandi og svo í undankeppni HM karlamegin. UEFA tilkynnti svo í dag að Dublin muni ekki hýsa leiki á mót­ inu. Leikirnir sem áttu að fara fram þar verða spilaðir í Pétursborg ann­ ars vegar og á Wembley hins vegar. Ástæðan er sú að Dublin getur ekki ábyrgst að þeir geti tekið á móti nógu mörgum áhorfendum. Sama ástæða var fyrir því að þeir leikir sem átti að spila í Bilbao voru færðir til Sevilla. – hó Frappart ryður brautina áfram FÓTBOLTI Hilmar Árni Halldórsson framlengdi í vikunni samning sinn við knattspyrnudeild Stjörnunnar. Samningur Hilmars Árna við Stjörnuna gildir til þriggja ára. Hilmar Árni gekk til liðs við Stjörn­ una frá Leikni fyrir tímabilið 2016. Á þeim fimm leiktíðum sem Hilmar Örn hefur leikið með Stjörn­ unni hefur hann skorað 53 deildar­ mörk fyrir Garðabæjarliðið. Stjarnan mætir einmitt Leikni í fyrstu umferð Íslandsmótsins á Samsung­vellinum 1. maí næst­ komandi. – hó Hilmar Árni ekki á förum SUND Már Gunnarsson, sundmaður frá Kef lavík sem syndir fyrir ÍRB, setti Íslandsmet í 200 metra bak­ sundi, en hann syndir í f lokki S11. Már synti á tímanum 2:33,76 sek­ úndum á fyrsta hluta Íslandsmóts­ ins í sundi sem hófst í Laugardas­ laug í gær og bætti þar af leiðandi eigið met. Mótið heldur síðan áfram í dag og lýkur svo á morgun. Sökum sóttvarna eru áhorfendur ekki leyfðir á mótinu en hægt er að horfa á beint streymi frá mótinu á Youtube­rás Sundsambands Íslands. – hó Már bætti met á fyrsta mótsdegi Már Gunnarsson eftir sundið í gær. Mér hugnast alls ekki þær breytingar sem til stendur að gera á Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.