Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 20
Stefán ólst upp á Suður-götunni á Sauðárkróki, gegnt Framsóknarhús-inu. Sonur Stefáns heitins Guðmundssonar, alþingis-manns til tuttugu ára.
Póli tíkin var mikið rædd á æsku-
heimilinu og það kom því ekkert
annað til greina en að ganga í f lokk-
inn. Framan af áttu þó íþróttirnar
hug hans allan en Stefán spilaði sem
markvörður með Tindastól fram í
meistaraflokk.
„Ég var þokkalegur námsmaður
en hafði engan sérstakan áhuga á
bókinni. Hugurinn var úti á fót-
boltavelli,“ segir Stefán. „Í eitt skipti
var ég að vinna verkefni í grunn-
skóla, þá kom kennarinn og horfði
yfir öxlina og sagði: Stefán, þetta er
allt í fótunum á þér.“
Til 25 ára aldurs komst fátt annað
að en fótboltinn nema ung stúlka
frá Siglufirði, Hrafnhildur Guðjóns-
dóttir, sem hann kynntist árið 1995.
Í dag eiga þau saman þrjú börn og
tvö þeirra spila nú sem markverðir
hjá Tindastól. Stefán segir mikla
stemningu vera í bænum fyrir
sumrinu enda á félagið í fyrsta sinn
lið í efstu deild, en kvennaliðið
komst upp í fyrrasumar.
„Ég var ekki með miklar áætlanir
um framtíðina á þessum árum. En
árið 1997 spurði gamall varðstjóri
mig hvort ég vildi ekki leysa af hjá
lögreglunni um sumarið. Og hann
væri búinn að ganga frá því að ég
fengi stöðuna ef ég vildi,“ segir
Stefán. „Þar með var teningunum
kastað.“
Lærði að aftengja sprengjur
Stefán fann sig vel í lögreglunni
á Sauðárkróki en f ljótlega f luttu
þau Hrafnhildur til Reykjavíkur.
Þar vann Stefán sig upp og endaði
loks í sérsveitinni sem sprengjusér-
fræðingur. Hann segir mikinn mun
á starfi lögreglumanns á lands-
byggðinni og í borginni.
„Í borginni ertu svolítið andlits-
laus lögga og álagið mikið. Þú klárar
þitt verkefni, svo tekur rannsóknar-
deild eða tæknideild við og þú ferð í
það næsta og svo næsta,“ segir Stef-
án. „Á landsbyggðinni þarf maður
að standa meira á eigin fótum og
klára verkefni frá byrjun til enda.
Þetta er öðruvísi álag. Maður þarf
einnig að aðskilja starfið frá sínu
persónulega lífi, því að oftar en
ekki er maður að kljást við fólk sem
maður þekkir vel og þarf jafnvel að
mæta í búðinni daginn eftir.“
Engu að síður lítur Stefán á það
sem góð örlög að hafa slysast inn í
lögregluna. Starfið sé afar gefandi,
mannlegt en líka spennandi. „Að
komst inn í sérsveitina var mikil
þrautaganga en áskorunin kitlaði
mig,“ segir hann. „Ég var ungur,
í góðu formi og ákafur maður og
verkefni sérsveitarinnar af öðrum
toga en hinnar venjulegu lögreglu.“
Jánkar hann því að starfið minni
um margt á það sem við sjáum í
Hollywood-bíómyndum. Hann
gekk í sveitina árið 2000 og árið
2004 lærði hann að aftengja heima-
tilbúnar sprengjur hjá breska hern-
um. Aðspurður hvort það sé ekki
stressandi svarar Stefán því játandi.
„Þú vilt ekki fá kvíðakastið þegar þú
ert með sprengjuna í höndunum,“
segir hann og brosir.
Sveitin starfar við hlið hinnar
almennu lögreglu og er kölluð til í
hvert skipti þar sem grunur liggur
á að einstaklingur beri hnífa eða
skotvopn, eða þá að of beldi brjót-
ist út. „Útköllin voru mörg og gátu
verið afar fjörug,“ segir hann.
Friðargæsla í Afganistan
Þegar Stefán hafði starfað í sex ár í
sveitinni bauðst honum að fara út
til að leiða hóp friðargæsluliða Atl-
antshafsbandalagsins í Afganistan.
Þar hafði stríð geisað síðan Tví-
buraturnarnir féllu 11. september
2001. Eftir umhugsun ákvað Stefán
að slá til en það var ekki léttvæg
ákvörðun.
„Auðvitað var ég smeykur. Við
vorum það allir,“ segir Stefán. „En
það var einhver ævintýraþrá sem
togaði í mig. Þetta var enn ein
áskorunin og ég vissi að reynslan
yrði dýrmæt, bæði starfsins vegna
og til að fá aðra sýn á lífið. Það stóð
heima.“
Aðspurður hvað f jölskyldan
hafi sagt á þessum tímapunkti
segir Stefán hana hafa sýnt mikinn
stuðning. „Ég og konan mín vissum
bæði að þessu fylgdi áhætta. En við
vissum líka að ef ég léti þetta tæki-
færi mér úr greipum ganga yrði ég
aldrei sáttur í sálinni. Það tók mis-
langan tíma fyrir fólk að melta þetta
og sumir skildu ekki hvað í andskot-
anum ég væri að hugsa. En að lokum
urðu allir sáttir, enda fer maður ekki
í svona verkefni án þess að hafa fjöl-
skylduna þétt að baki sér.“
Sjö manna sveit hélt út til Noregs
í þjálfun hjá hernum og þaðan til
norðurhéraða Afganistan þar sem
Litháar ráku herstöð. Einnig voru
nokkrir Íslendingar staðsettir í
höfuðborginni Kabúl.
„Fjallahéröðin þarna í kring voru
mjög óstöðug og talíbanar úti um
allt,“ segir Stefán. „En það gekk allt
afskaplega vel enda frábærir strákar
sem voru með mér í sveitinni.“
Aldrei kom það fyrir að sveitin
lenti í beinum skotbardögum við
talíbana.
Þrátt fyrir það voru aðstæður
heimamanna skelfilegar að sögn
Stefáns. „Það var ekkert til þarna.
Fólk bjó í moldarkofum og átti varla
til hnífs og skeiðar,“ segir hann.
„Fólkið tók okkur misjafnlega, og
fór eftir því hvaða svæði við fórum
inn á. Við fundum vel að við vorum
ekki velkomnir á þeim svæðum
þar sem talíbanar höfðu ítök. Ann-
ars staðar var viðmótið betra enda
var verið að lofa uppbyggingu. En
margir vissu varla hvað Afganistan
var og höfðu aldrei farið út fyrir
sinn dal. Í þeirra augum skipti efna-
hagsuppbygging landsins engu máli
heldur aðeins að fá brú yfir næstu
á. Þau höfðu ekki skilning á því sem
við vorum að reyna að kynna fyrir
þeim.“
Fékk þrjá tíma til að ákveða sig
Ári 2007 sneri Stefán aftur heim en
í stað þess að starfa áfram með sér-
sveitinni bauðst honum að taka þátt
í að byggja upp nýja greiningardeild
hjá Ríkislögreglustjóra. Hlutverk
hennar var að meta öryggi landsins
og finna þá veikleika sem voru til
staðar.
„Þetta er það verkefni sem ég er
hvað stoltastur af að hafa komið
að og það náði inn að hjartanu
frá fyrsta degi,“ segir Stefán. „Við
þurftum að koma okkur upp svona
einingu til að við gætum verið full-
gildir þátttakendur í alþjóðastarfi
og fengið aðgang að upplýsingum og
gögnum annarra lögreglustofnana.“
Í dag skipar greiningardeildin
veigamikinn sess í löggæslu lands-
ins, ekki síst vegna aukinnar hættu
af erlendum skipulögðum glæpa-
hópum. En Stefán átti ekki eftir að
verða lengi starfandi hjá deildinni
því að vorið 2008 fékk hann símtal.
„Ég var staddur á fundi í Finn-
landi þegar sýslumaðurinn á Sauð-
árkróki hringdi í mig,“ segir Stefán.
„Hann spurði hvort ég gæti komið
norður og tekið við stöðu yfirlög-
regluþjónsins sem hætti nokkrum
dögum áður. Ég sagðist ætla að
hugsa þetta og svara þegar ég kæmi
heim en þá sagði hann að ég hefði
þrjá klukkutíma til að ákveða þetta,
annars yrði fundinn einhver annar.“
Stefán hringdi þá í Hrafnhildi,
sagði henni tíðindin en þau höfðu
rætt það áður að f lytja norður á
einhverjum tímapunkti. En þetta
var ekki sá tímapunktur. Stefán var
nýbyrjaður í spennandi starfi og
Hrafnhildur með sína vinnu sem
félagsráðgjafi í Reykjavík.
„Það var annað hvort að hrökkva
eða stökkva. Ég vissi að ef ég tæki
ekki stöðuna biðist hún mér aldr-
ei aftur,“ segir hann. „Hrafnhildur
hringdi í of boði norður í land til
að leita að vinnu, meðal annars í
grunnskólann. Stjörnurnar röðuð-
ust þannig upp að námsráðgjafinn
hafði hætt deginum áður og hún
fékk vinnuna.“ Tveimur tímum
eftir hringinguna frá sýslumanni
hringdi Stefán til baka og þremur
dögum seinna voru þau komin á
Sauðárkrók þar sem þau eru enn.
Eltingarleikur við ísbjörn
Stefán hafði ekki stýrt lögreglunni
á Króknum lengur en tvo mánuði
þegar ísbjörn gekk á land og alla
Ævintýraþráin óttanum sterkari
Stefán Vagn Stefánsson hafði aðeins verið yfirlögregluþjónn í Skagafirði í tvo mánuði þegar tveir ísbirnir gengu
á land. Þar áður hafði hann starfað í sérsveitinni og í friðargæslusveit í Afganistan. Í haust stefnir Stefán á þing.
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur@frettabladid.is
Ævintýraþrá rak Stefán í sérsveit lögreglunnar og í friðargæslu til Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
VIÐ FUNDUM VEL AÐ VIÐ
VORUM EKKI VELKOMNIR
Á ÞEIM SVÆÐUM ÞAR SEM
TALÍBANAR HÖFÐU ÍTÖK.
↣
Stefán segir aðstæður almennings í
Afganistan hafa verið skelfilegar og
neyðina átakanlega. MYND/AÐSEND
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð