Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 28
Góður andi þrátt fyrir erfiðleika
Þrír af blaðamönnum Fréttablaðsins í árdaga þess rifja hér upp frumkvöðlakraftinn sem einkenndi útgáfu
fyrsta fríblaðs á Íslandi fyrir tuttugu árum, en líka þrengingar og óvissu á upphafsárinu. Alltaf var þó gaman.
Brynjólfur Þór Guðmundsson, sem nú er fréttamaður á Rík-isútvarpinu, var í upphafsliði
Fréttablaðsins fyrir 20 árum. „Ég
var nýbyrjaður í fréttamennsku.
Var búinn að vera hálft ár á netmiðl-
inum visir.is sem var í eigu sömu
manna og Fréttablaðið og tengdist
bæði DV og Degi. Ritstjórnir net-
miðilsins og Fréttablaðsins voru
sameinaðar viku áður en blaðið
byrjaði að koma út og ég fór að
skrifa í það. Var mest í almennum
fréttum, um tíma í stjórnmálafrétt-
um og stundum vaktstjórn þar til ég
hætti eftir fjögur ár.“
Starfsliðið samanstóð af ungu
fólki og nokkrum reynsluboltum
inn á milli, að sögn Brynjólfs. „Við
vorum að gera eitthvað nýtt sem
dreif okkur áfram og vorum sann-
færð um ágæti verkefnisins. Annars
held ég að Fréttablaðið hefði lognast
fljótt út af, það var svo illa fjármagn-
að. Við fengum ekki útborgað á
réttum tíma nema einu sinni fyrstu
fjórtán mánuðina og þá uppgötv-
aði það enginn fyrr en þriðja dag
mánaðarins því það bjóst enginn
við því. Það var 3. janúar 2002. Einn
vinnufélaginn var hundfúll yfir ára-
mótin því hann hélt hann ætti ekki
krónu og komst ekki á djammið,
honum hafði ekki dottið í hug að
athuga það. Sigurjón M. Egilsson
fréttastjóri kom með klósettpappír
að heiman handa mannskapnum.
Það er til marks um hvað staðan var
erfið. Fólkið sem sá um þrifin hætti,
það fékk ekki laun.
Fréttablaðið fór á hausinn eftir
árs rekstur en vegna þess hve and-
inn var góður í starfshópnum héldu
næstum allir áfram eftir að það var
endurreist, að sögn Brynjólfs.
„Flestir voru þar enn þegar það
varð mest lesna dagblað landsins,
líklega í mars 2003. Þá var fagnað
og það var í fyrsta skipti, svo ég
viti til, sem Fréttablaðið borgaði
fyrir djamm sem stóð fram eftir
nóttu. Gummi Steingríms spilaði á
harmóníku og ætli Trausti Hafliða
hafi ekki verið á gítarnum? Ég tel
að ritstjórnarstefna Fréttablaðsins
hafi svínvirkað en mín skoðun er
sú að það hefði aldrei náð að verða
ársgamalt ef ekki hefði verið fyrir
baráttuanda starfsfólksins.“
gun@frettabladid.is
Baráttuandi starfsfólksins hélt lífi í blaðinu fyrsta árið
„Við starfsfólk-
ið vorum sann-
færð um ágæti
verkefnisins,“
segir Brynjólfur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Guðsteinn Bjarnason var meðal fyrstu starfsmanna Fréttablaðsins en fór yfir á
Fiskifréttir árið 2017. Hann kveðst
hafa byrjað blaðamannsferilinn
á Tímanum sem breyttist í Dag
Tímann – og síðan Dag – en verið
boðið starf á Fréttablaðinu, sem
var í startholunum þegar Dagur
fór á hausinn vorið 2001. Eigendur
voru þeir sömu, Eyjólfur Sveinsson
og Sveinn R. Eyjólfsson.
„Ég held ég hafi byrjað að tína
inn einhverjar menningarfréttir og
viðburði og sinna erlendum frétt-
um,“ segir Guðsteinn um verkefni
sín á Fréttablaðinu. „Við hófum
störf í gamla Hampiðjuhúsinu,
fórum svo á Suðurgötuna og síðan
í Skaftahlíðina,“ rifjar hann upp.
Mest kveðst Guðsteinn hafa
sinnt erlendu fréttunum meðan
hann var á blaðinu. „Ég réði mér
mikið sjálfur þar, var kannski svo-
lítið í mínum heimi en ekki alveg
í hringiðu hins íslenska frétta-
hasars.
Framan af var Google-leitarvélin
ekki eins öf lug og nú og ég safnaði
fjölmörgum erlendum vefslóðum
sem ég fann nýjar fréttir á. Verst
var hversu erfitt var að afla mynda,
sérstaklega frá Norðurlöndunum
og Grænlandi, það stoppaði oft
fréttir þaðan sem ég vildi leggja
áherslu á. Mér skildist myndaveit-
ur þar vera of dýrar fyrir útgáfuna.
Við vorum bara með AP og AFP
líka. Í byrjun var ég líka að tína
inn fréttaskeyti þaðan og umorða
þau. Netið var ekki eins fullkomið
og síðar varð.“
Einar Karl Haraldsson var rit-
stjóri til að byrja með, að sögn
Guðsteins. „Gunnar Smári hafði
tekið þátt í hugmyndavinnu útgáf-
unnar og var í öllu, meðal annars
umbrotinu. Hann var gríðarlega
áhugasamur og hélt reglulega
fræðslufundi. Fljótlega tók hann
við ritstjórninni og Jónas Krist-
jánsson kom að henni á tímabili.“
Að taka þátt í að búa til nýtt
dagblað segir Guðsteinn hafa
verið gaman. „Það var frábær andi
í hópnum sem að því stóð – en
Fréttablaðið fór á hausinn eftir ár,
maður fann vel fyrir aðdraganda
þess, launagreiðslur drógust á lang-
inn og óvissan var mikil.
Ég var viðbúinn því að fara í eitt-
hvað annað en fyrst hægt var að
halda áfram þá gerði ég það. Enda
skemmtilegt að vinna með fólkinu
þar og reyndar var alltaf gaman á
Fréttablaðinu nema þegar upp-
sagnahrinur gengu yfir.“
gun@frettabladid.is
Safnaði mörgum erlendum vefslóðum og fann nýjar fréttir þar
Guðsteinn var
mest í er-
lendum fréttum
og þótti verst
að koma ekki
Norðurlönd-
unum og Græn-
landi meira að.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Kristján Hjálmarsson, fram-kvæmdastjóri H:N Markaðs-samskipta, kveðst líklega
einn af fimmtán blaðamönnum sem
ráðnir voru á Fréttablaðið frá fyrsta
degi. „Við byrjuðum í Þverholtinu,
í gömlu Ísafoldarprentsmiðjunni.
Ætli við Tinni Sveinsson, sonur
annars eiganda blaðsins, höfum
ekki verið með þeim yngstu? Ég
var að minnsta kosti með minnstu
starfsreynsluna sem blaðamaður.“
Kristján kveðst hafa ákveðið
að starfa við fjölmiðla þegar hann
var plötusnúður í grunnskóla. „Um
aldamótin stofnuðum við nokkrir
félagar heimasíðuna 01.is sem naut
mikilla vinsælda hjá ungu fólki.
Svo sótti ég um vinnu á Fréttablað-
inu, hélt utan um sjónvarpsdag-
skrána og skrifaði íþróttafréttir, en
blaðið fór svo snemma í prentun á
kvöldin að við þurftum að treysta á
textavarpið eða húsverði í íþrótta-
húsum til að fá úrslit. Jafnvel birta
hálf leiks tölur. Kappið var mikið
hjá öllum og þetta var ótrúlega
skemmtilegur tími því við vorum
að vinna frumkvöðlastarf með því
að gefa út fríblað. Róbert Reynis-
son var eini ljósmyndarinn og sá
um myndvinnslu líka, hann vann
myrkranna á milli.“
Að sögn Kristjáns valdist vel inn
á ritstjórnina. „Þar var rosalega
góð stemning, Gunnar Smári og
Sigurjón M. Egilssynir voru auð-
vitað prímusmótorar. En aðstæður
til efnisöflunar voru aðrar en í dag,
erlent sjónvarp var yfirleitt í gangi
og við horfðum á Tvíburaturnana
falla í beinni útsendingu 11. septem-
ber 2001. Þá var ekki farið á Inter-
netið að fræðast um turnana heldur
hlaupið út í bókabúð að kaupa
bækur.“ Til marks um samstöðuna
í starfshópnum vildu langf lestir
halda áfram þegar blaðið hafði
verið endurreist eftir gjaldþrot. En
Kristján rifjar upp að auðvitað hafi
verið leiðindi þegar fulltrúar sýslu-
manns komu að innsigla.
Fréttablaðið átti velgengni að
fagna eftir að það komst aftur á
skrið og Kristján minnist könnun-
ar í mars 2003 sem sýndi það með
mestan lestur dagblaða á landinu.
Það var sigur. Hann telur það
tvennu að þakka, frídreifingunni
og að blaðið náði vel til yngra fólks.
Stofnun og gengi Fréttablaðsins
varð Kristjáni efni í háskólaritgerð.
„Ég átti eftir að klára BA-verkefnið
í stjórnmálafræði við HÍ og endaði
á að skrifa um Fréttablaðið, undir
handleiðslu Þorbjörns Brodda-
sonar prófessors. Ég lagði grunn að
því í háskóla í Jönköping í Svíþjóð
þar sem Lars Åke Ängblom, prófess-
or í fjölmiðlafræði og áhugamaður
um fríblöð, hvatti mig til þess. Þetta
segir sína sögu um hversu vænt mér
þótti – og þykir – um Fréttablaðið.
Ég var þar í þrettán ár og alltaf hélst
góður starfsandi þar, sama hvað
gekk á,“ segir Kristján og kveðst
hafa unnið við alla hluta blaðsins
nema leiðara. „Ég skrifaði líka í
kventímaritið Birtu, sem Steinunn
Stefánsdóttir ritstýrði. Svo var ég
fréttastjóri á visir.is síðasta árið.“
gun@frettabladid.is
Valdi Fréttablaðið sem efni í háskólaritgerð
Kristján kom að öllum hlutum
Fréttablaðsins nema leiðurum á
ferli sínum þar og skrifaði líka í
Birtu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GUNNAR SMÁRI HAFÐI
TEKIÐ ÞÁTT Í HUGMYNDA-
VINNU ÚTGÁFUNNAR OG
VAR Í ÖLLU, MEÐAL ANN-
ARS UMBROTINU. HANN
VAR GRÍÐARLEGA ÁHUGA-
SAMUR OG HÉLT REGLU-
LEGA FRÆÐSLUFUNDI.
VIÐ HORFÐUM Á TVÍBURA-
TURNANA FALLA Í BEINNI
ÚTSENDINGU 11. SEPTEM-
BER 2001. ÞÁ VAR EKKI
FARIÐ Á INTERNETIÐ AÐ
FRÆÐAST UM TURNANA
HELDUR HLAUPIÐ ÚT Í
BÓKABÚÐ AÐ KAUPA
BÆKUR.
SIGURJÓN M. EGILSSON
FRÉTTASTJÓRI KOM
MEÐ KLÓSETTPAPPÍR AÐ
HEIMAN HANDA MANN-
SKAPNUM. ÞAÐ ER TIL
MARKS UM HVAÐ STAÐAN
VAR ERFIÐ.
Mikil spenna var að glugga í fyrsta tölublaðið 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR
2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð