Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 30
vitna í skrif Ragnars Inga Aðal-
steinssonar á bókarkápunni en þar
segir hinn þekkti hagyrðingur:
„Eðvarð er hagorður, hug-
kvæmur, orðfær og fyndinn. Víða
má greina hlýjar tilfinningar til
samferðamannanna en svo er líka
skotið föstum skotum. Eðvarð er
óhræddur við að segja meiningu
sína og vanur að komast strax
að efninu, ákveðið og umbúða-
laust. Ljóðin eru ort af mikilli fimi,
brageyrað er næmt og hrynjandi
ljóðanna falleg og grípandi.
Virðingin fyrir æskustöðvunum er
mikil og gefur sterkan undirtón í
gegnum bókina líkt og kemur fram
í ljóði hans um Súgandafjörð:
Ég hef ævina alla
unað við þennan fjörð,
fáir fegurri staðir
finnast á þessari jörð.
„Halldór Blöndal sem sér um
Vísnahorn Morgunblaðsins gaf
honum sömuleiðis góðan vitnis-
burð í vetur og sagði hann „átt-
hagaskáld eins og þau gerast best.“
Flottur vitnisburður sem pabbi fær
þarna,“ segir Sigrún Edda.
Sigrún segir að bókinni hafi
verið vel tekið og að margt sem
faðir hennar yrkir um sé áhuga-
verður spegill á samfélagið frá
þeim tíma sem hann vann að
sveitarstjórnarmálum.
„Hann dregur fátt undan er snýr
að honum sjálfum persónulega
auk þess sem hann deilir áhyggj-
um af stöðu hinna minni byggða
sem eiga allt undir sjávarútvegi,
líkt og Suðureyri sem byggst hefur
upp vegna nálægðar sinnar við
fengsæl fiskimið.“
Ágóðinn til Suðureyrarkirkju
„Það er töluvert síðan ég nefndi við
pabba að mig langaði til að gefa út
ljóðin hans og varðveita í eigulegri
og fallegri bók. Í heimsfaraldr-
inum skapaðist loks rými til að
ljúka þeirri vinnu og má segja að
síðastliðið ár hafi verið nýtt til hins
ýtrasta enda úr miklu að moða,“
segir Sigrún.
„Við fjölskyldan getum þakkað
henni mömmu sérstaklega fyrir
hvað hún hefur verið einstaklega
dugleg að halda blaðsneplunum
hans pabba til haga í gegnum árin.“
Eftir að bókin kom út ákváðu
þau feðginin að gefa ágóða bókar-
innar til endurbóta á Suðureyrar-
kirkju en kirkjan er fjölskyldunni
afar kær.
„Kirkjan var reist árið 1937 en
pabbi var skírður þar við vígsluna
af Jóni Helgasyni biskupi við hátíð-
lega athöfn 1. ágúst það sama ár.
Að undanförnu hefur verið unnið
að því að fjármagna nauðsynlegar
og brýnar endurbætur á bæði
innra og ytra byrði kirkjunnar og
standa þær endurbætur sem og
fjáröflun nú yfir. Okkur finnst því
vel við hæfi að leggja kirkjunni
lið í þessu risastóra verkefni. Það
er óhætt að segja að kirkjan eigi
sér marga velunnara enda rætur
margra sterkar í fjörðinn og margir
sem vilja leggja sitt af mörkum til
samfélagsins þar, líkt og við,“ segir
Sigrún.
Sigrún segir að þau feðgin séu
ágætlega náin, sem og fjölskyldan
öll.
„Eitt af því sem maður getur sagt
að maður taki með sér úr föður-
garði er án efa ræktarsemin við
fólkið og heimahagana. Það hefur
verið mikill heiður að vinna að
undirbúningi þessarar bókar sem
geymir eins og ég hef nefnt hug-
renningar pabba um fjörðinn okkar
og fólkið og allt þar á milli og varð-
veita um ókomin ár hans hjartans
fjársjóð með þessum hætti.“
Á æskuslóð
Það er indælt að koma á æsku-
stöðvarnar heima,
una glaður og hitta vinina hér.
Bernskuslóðirnar margs konar
minningar geyma
sem munu lifa, sama hvert maður
fer.
Ýmislegt breytist en tímans tönn
hlífir engu,
tækniframfarir markið setja á
flest.
Brottfluttir gestir hressir um göt-
urnar gengu
glaðir í fasi og reyndu að skoða
sem mest.
Margt var breytt og ekki eins og
fannst mér forðum,
fjölmargt til bóta og ekki líkt því
sem var,
sumt var miður, ég nefni það ekki
í orðum,
fyrr iðandi mannlíf fyllti hér göt-
urnar.
En þessu verður að una með ein-
hverju móti
því ennþá stjórnmálaspekin á
ferðinni er,
hið slæma sem gerðist, er síðan
settur var kvóti
var sóknin til lífsbjargar tekin af
fólkinu hér.
Einhvern veginn áfram er
vefurinn spunninn
og ýmsir neita að gefa þetta upp
á bát,
en búast til varnar og sækja uns
sigur er unninn,
þeir Súgfirðingar neita að játa sig
mát.
Vorið svífur um Súgandafjörð
Nú ilmar loftið og angar jörð
þó allvíða gróður sé kalinn.
Vorið svífur um Súgandafjörð
og sindrar á fjörðinn og dalinn.
(úr bókinni Ljóðin hans pabba)
Sigrún og eiginmaður hennar
Eyþór Páll eiga og reka fyrirtækið
Prentmiðlun, sem þjónar útgef-
endum, stórum sem smáum, við
framleiðslu bóka.
„Það var því frekar skrítin til-
hugsun að vera allt í einu komin
hinum megin við borðið sem
útgefandi við gerð þessarar bókar.
Eitt er að ritstýra og huga að upp-
setningu og útliti. Annað er að
velja pappír og bókbandsefni sem
og kjölkraga og lesmerkiborða
eða allt það sem prýða á vandaða
og fallega bók. Þetta er eitthvað
sem ég hafði ekki staðið frammi
fyrir áður nema að takmörkuðu
leyti en virkilega skemmtilegt og
lærdómsríkt ferli þegar maður
lítur til baka,“ segir Sigrún. Hún er
mjög sátt við hvernig til tókst en
segir pabba sinn hafa haft á orði að
bókin sé persónulegri en hann sá
kannski fyrir sér í fyrstu.
„Þetta er fyrsta ljóðabókin sem
gefin er út með vísum og ljóðum
eftir hann, en hann er nýorðinn 84
ára svo það má segja að bókin hafi
verið orðin löngu tímabær enda
af nægu að taka. Við hefðum vel
getað skellt í tveggja binda verk
þar sem pabbi hefur verið iðinn
við að semja við hin ýmsu tilefni í
gegnum árin. Ég á hins vegar ekki
von á því að við gefum út aðra bók
þó maður eigi kannski aldrei að
segja aldrei,“ segir Sigrún.
„Líkt og titill bókarinnar Ljóðin
hans pabba gefur í skyn þá er
bókin mjög persónuleg og ég
ætla að leyfa mér að segja að það
sé ekki oft sem maður sér slíkar
ljóðabækur en á sama tíma gefur
hún manni innsýn í líf og störf í
litlum firði. Pabbi er fæddur og
uppalinn á Suðureyri við Súganda-
fjörð og bjó þar í 68 ár eða þar til
foreldrar mínir fluttu suður árið
2005. Maður þarf ekki að vera Súg-
firðingur til að geta notið hennar
en bókin geymir á vissan hátt sögu
fólksins og fjarðarins sem og per-
sónuleg hugðarefni pabba.“
Segir meiningu sína
Sigrún segir að pabbi hennar hafi
í gegnum árin hvorki legið yfir
kveðskap, né skoðunum sínum
og að þeir sem til hans þekkja viti
það. Hann hefur löngum verið
þekktur fyrir að hugsa hratt og tala
hratt og kasta þannig fram stöku
við hin ýmsu tækifæri, sjálfum
sér og öðrum til skemmtunar.
Aðspurð um hvað bókin fjallar
segir Sigrún að kannski sé best að
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@
frettabladid.is
Sigrún segir þá
hugmynd hafa
komið upp
fyrir þónokkru
að gefa út ljóð
föður síns. Þau
feðgin nýttu
svo tækifærið
í heimsfaraldr-
inum. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Bókin Ljóðin
hans pabba er
fyrsta bókin
sem kemur út
með ljóðum Eð-
varðs sem er 84
ára gamall.
Við hefðum vel
getað skellt í
tveggja binda verk þar
sem pabbi hefur verið
iðinn við að semja við
hin ýmsu tilefni í gegn-
um árin.
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir
2 kynningarblað A L LT 24. apríl 2021 LAUGARDAGUR