Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 38

Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 38
Sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingum Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir öflugum liðsmanni í teymi sérhæfðra fjárfestinga. Teymið stýrir fjárfestingum og framtaks sjóðum sem fjárfesta á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs og nema eignir í stýringu deildarinnar um 80 milljörðum króna. Landsbréf er eitt öflugasta sjóðastýringa fyrirtæki landsins með 440 milljarða króna eignir í stýringu og eru hlutdeildar skírteinishafar í sjóðum félagsins um 15 þúsund talsins. Nánari upplýsingar veitir: Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa Helgi.Arason@landsbref.is 410 2511 Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk. Starfsumsókn má finna á atvinna.landsbankinn.is. Starfssvið: • Greining markaða og fjárfestingarkosta • Gerð verðmatslíkana • Samskipti og skýrslugjöf til viðskiptavina • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í hag-, viðskipta- eða verkfræði • Yfirgripsmikil reynsla á sviði fjárfestinga • Sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum • Góð íslensku- og enskukunnátta • Hæfni í mannlegum samskiptum Félagsbústaðir leita að kraftmiklum og fjölhæfum sérfræðingi til starfa á eigna- og viðhaldssviði. SÉRFRÆÐINGUR Á EIGNA- OG VIÐHALDSSVIÐI Helstu verkefni • Verkefna- og gæðastjórnun • Skipulag og eftirlit með stærri byggingarframkvæmdum • Umsjón stærri viðhaldsverkefna • Áætlanagerð og kostnaðargreiningar • Útboðs- og samningagerð • Ástandsmat og áætlanir • Skráning mála í gagnagrunna. • Eftirlit með áætlunum og kostnaði • Samþykkt reikninga • Samskipti við hönnuði, verktaka og fl. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf æskilegt • Iðnmenntun er kostur • Reynsla og þekking á sviði fasteigna • Reynsla af áætlanagerð og verkefnastjórnun • Hæfni og færni í notkun upplýsingakerfa • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð samskiptafærni, samviskusemi og lausnamiðuð hugsun Félagsbústaðir er öflugt og traust þjónustufyrirtæki á leigumarkaði með um 3.000 íbúðir til útleigu í Reykjavík. Á skrifstofu félagsins starfa að jafnaði 25 manns í anda gilda um samvinnu, virðingu og góða þjónustu. Félagsbústaðir er sjálfstætt hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Nánari upplýsingar um Félagsbústaði má finna á felagsbustadir.is. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjenda sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is 2 ATVINNUBLAÐIÐ 24. apríl 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.