Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 40
efla.is412 6000
Tækifæri í byggingatækni
SÉRFRÆÐINGUR Í RAKASKIMUN
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í byggingartækni.
Um er að ræða starf á byggingasviði í fagteymi byggingartækni.
STARFSSVIÐ:
• Gerð útboðs- og samningsskilmála, verklýsinga og kostnaðaráætlana
tengdum viðhaldsverkefnum innan- og utanhúss.
• Umsjón og eftirlit verklegra framkvæmda.
• Rakaskimun, kynning á niðurstöðum og tillögur að endurbótum
• Ástandsskoðanir fasteigna og gallagreining
• Byggingaeðlisfræði bygginga
HÆFNISKRÖFUR:
• Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði
• Iðnmenntun og/eða reynsla af byggingarframkvæmdum er kostur
• Reynsla af áætlanagerð og stjórnun verkefna
• Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
• Metnaður til starfsþróunar
• Góð þekking á íslensku, enskufærni og þekking á Norðurlandamáli
er kostur
SÉRFRÆÐINGUR Í BYGGINGAREÐLISFRÆÐI
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum sérfræðingi í byggingareðlis-
fræði, rakaöryggi og rakaskimun. Um er að ræða starf á byggingasviði í fag-
teymi byggingartækni. Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugasaman aðila að
koma að mótun og þróun þjónustu á sviði byggingareðlisfræði og rakaöryggis
á ört vaxandi sviði hjá EFLU.
STARFSSVIÐ:
• Byggingareðlisfræði og rakaöryggi bygginga
• Rakaskimun, sýnataka, kynning á niðurstöðum ásamt tillögum að
endurbótum
• Gerð útboðs- og samningsskilmála, verklýsinga og kostnaðaráætlana
tengdum viðhaldsverkefnum innan og utanhúss.
• Umsjón og eftirlit verklegra framkvæmda.
• Ástandsskoðanir fasteigna, gallagreining og tillögur að endurbótum
HÆFNISKRÖFUR:
• Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði
• Iðnmenntun og/eða reynsla af byggingarframkvæmdum er kostur
• Þekking á innivist og loftgæðum í byggingum kemur að gagni
• Reynsla af áætlanagerð og verkefnastjórnun er kostur
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð, ásamt því að geta unnið vel í teymi
• Framúrskarandi hæfni í samskiptum, framsögu og samvinnu
• Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
• Góð þekking á íslensku og ensku, einnig er þekking á Norðurlandamáli
kostur
EFLA er með öflugt dótturfyrirtæki í EFLU AS í Osló þar sem leitað er eftir
sambærilegum sérfræðingum. Áhugasamir umsækjendur um starf í Noregi eru
beðnir að taka fram áhugann í kynningarbréfi.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og
samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. EFLA vill fá til liðs við sig
kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í
alþjóðlegu umhverfi og góðan starfsanda.
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í
gegnum ráðningarvef EFLU, www.efla.is/laus-storf fyrir 9. maí 2021. Farið er
með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri byggingasviðs (olafur.ingason@efla.is)
UMSÓKN
efla.is/laus-storf
hagvangur.is
Áratuga
reynsla
í ráðningum
4 ATVINNUBLAÐIÐ 24. apríl 2021 LAUGARDAGUR