Fréttablaðið - 24.04.2021, Page 43

Fréttablaðið - 24.04.2021, Page 43
Við leitum að liðsauka til að starfa á sviði sjálfbærni ásamt okkar öfluga hópi. Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og öllu sem henni tengist, hafa metnað og sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Þar sem verkefnin okkar eru víða um heim er mikilvægt að umsækjendur hafi gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. SJÁLFBÆRNI Í MANNVIRKJAGERÐ Helstu verkefni á sviði sjálfbærni í mannvirkjagerð eru m.a. innivist og orkunýting bygginga, mat á vistvænum byggingarefnum, greining lífsferilskostnaðar (LCC), umhverfisvottanir, s.s. BREEAM og Svanurinn og útreikningar á kolefnisspori. • Umsækjendur þurfa að hafa próf í verkfræði eða tæknifræði og hafa þekkingu á einhverjum af ofantöldum verkefnum • Reynsla af mannvirkjahönnun og stjórnun verkefna er æskileg SJÁLFBÆRNI INNVIÐA, ORKU OG SKIPULAGS Helstu verkefni á sviði sjálfbærni innviða, orku og skipulags eru m.a. lífsferilsgreiningar (LCA), umhverfisvottanir, s.s. BREEAM, útreikningar og aðgerðir vegna vistspora og loftslagsmála, blágrænar ofanvatnslausnir og orkuskipti í samgöngum og innviðum. • Umsækjendur þurfa að hafa próf í verkfræði, skipulagsfræði, umhverfisfræði eða annað háskólapróf sem nýtist í starfi • Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi þekkingu á einhverjum af ofantöldum verkefnum og reynsla af stjórnun verkefna er æskileg Nánari upplýsingar veita: Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is Umsóknarfrestur er til og með 10. maí. Sótt er um á umsokn.verkis.is VERKÍS veitir trausta ráðgjöf sem styður við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Við höfum mikla þekkingu á sviði vistvænnar hönnunar og erum leiðandi á heimsvísu þegar kemur að grænni orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Við byggjum upp sjálfbær samfélög víða um heim með því að hafa sjálfbærni alltaf í huga við ákvarðanatöku – allt frá fystu hugmynd til förgunar. Sérfræðingar í sjálfbærni VIÐ BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.