Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 63

Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 63
www.namskeid.matis.is Vefnámskeið fyrir smáframleiðendur matvæla Leyfismál, gæðahandbók og stofnun fyrirtækja Örverur á kjöti Slátrun og kjötmat Söltun og reyking Umbúðamerkingar matvæla og pökkun Hráverkun og pylsugerð Sögun, úrbeining og marinering Námskeið í boði: Eldislax alinn í sjókvíum er ekki umhverfisvæn matvara og sleppifiskur úr eldi skaðar villta laxastofna með erfðablöndun. Eldislax drepst í stórum stíl í sjókvíum því hann þolir illa aðbúnaðinn og kvíarnar geta haft mjög skaðleg og víðtæk umhverf- isáhrif. Hvorki „sjálfbær“ né „umhverfis­ vænn“. Norski sjókvíaeldisrisinn Mowi neyddist á dögunum til þess að fjarlæga þessi orð af umbúðum eldislax sem seldur er í Bandaríkj­ unum því þessar merkingar töldust „falskar, misvísandi og blekkjandi“ eins og það var orðað í sátt í mála­ ferlum á hendur fyrirtækinu. Að auki borgað fyrirtækið 1,3 milljónir dollara, eða sem nemur 169 milljónum króna, til að forða sér frá dómsmáli. Fyrirtækið kaus að semja og hætta þegar í stað að merkja umbúðirnar utan um þessa framleiðslu því það vissi sem er, eldislax alinn í sjókvíum er ekki sjálfbær eða umhverfisvæn mat­ vara. Skelfilegur dýravelferðarvandi Sjókvíaeldi á fiski er eina dýrapró­ teinframleiðslan á iðnaðarskala sem skaðar villta stofna með erfða­ blöndun og mögulegum, óaftur­ kræfum afleiðingum. Ástæðan er einföld. Ólíkt búdýrahaldi á landi byggist eldi í sjó á villtum dýrategundum en ekki húsdýrum sem hafa verið með mannkyni í aldir eða árþúsund. Þessum fisktegundum hefur verið breytt á síðustu áratugum með því sem ræktendur kalla kynbætur. Eldis­ lax vex til dæmis miklu hraðar og verður þyngri en villtur lax. Þeir eiginleikar gefa af sér meiri hagnað fyrir eigendur sjókvíaeldisfyrir­ tækjanna en eru hins vegar veru­ lega hættulegir villtum stofnum sem hafa aðlagast umhverfi sínu og aðstæðum með mörg þúsund ára náttúruvali. Að fá DNA úr eldisdýri getur kollvarpað þeirri þróunar­ sögu. Aðbúnaður í eldi í sjó hentar svo þessum „kynbættu“ fram­ leiðsluvænu villtu tegundum afar mismunandi. Sumum mun verr en öðrum, sem birtist í mikilli vanlíðan og háu dauðahlutfalli eldisdýra. Þetta á til dæmis við um lax, sem drepst í stórum stíl í sjókvíum því hann þolir illa aðbúnaðinn þar. Að jafnaði er um helmingur allra eldislaxa í sjókví vanskapaður, heyrnarlaus eða nær ekki fullum þroska vegna þeirra aðstæðna sem eldislax þarf að lifa við þau tvö ár sem hann er hafður í sjó. Dýravelferðarvandi sjókvía­ eldisiðnaðarins er á slíkum skala að ræktendur spendýra og alifugla kæmust aldrei upp með álíka starfshætti. Dauði utan sjókvíanna líka En vandamál þessa iðnaðar eru miklu fleiri. Sjókvíaeldi hefur líka í för með sér dauða alls kyns dýra utan sjókvíanna. Sníkjudýr og sjúkdómar streyma óhindrað út úr netapokunum með ömurlegum afleiðingum. Botndýralíf þurrkast út undir kvíunum því þar safnast þykkt lag af úrgangi og rotnandi fóðurleifum. Í þessu setlagi, sem getur verið margra metra þykkt, safnast svo upp leifar af lyfjum og eitri sem er notað við fram­ leiðsluna og í sumum tilfellum líka kopar sem fyrirtækin nota til að húða netmöskvana og spara sér þannig þrif á þeim (koparinn er ásetuvörn gagnvart gróðri og skel­ dýrum). Kopar eyðist ekki af sjálfu sér í náttúrunni og hleðst upp í umhverfinu með miklum skaða fyrir lífríkið. Hér við land hafa bæði Arnarlax og Arctic Sea Farm orðið uppvís að því að nota kopar­ húðuð net í sjókvíum þrátt fyrir að það sé skýrt brot á starfsleyfi þeirra. Sníkjudýrin úr sjókvíunum, laxa­ og fiskilús, er svo sérlega skeinuhætt ungviði villtra laxa­ stofna, urriða og sjóbleikju. Rannsóknir frá Noregi sýna að villt laxaseiði stráfalla ef þau lenda í lúsageri frá sjókvíum á leiðinni til fæðustöðva sinna í hafinu. Sjókvíaeldi við Noreg á stóran þátt í því að á undanförnum áratugum hefur villtum laxi sem skilar sér í norskar ár úr sjó fækkað um meira en helming. Þessi iðnaður skilur þannig víða eftir sig djúp og skaðleg spor. Við hjá Íslenska náttúruverndar­ sjóðnum – The Icelandic Wildlife Fund höfum kallað þau helspor sjókvíaeldsins. Það er ótrúleg tímaskekkja að þessi starfsemi sé enn að fá leyfi til að breiða úr sér í fjörðum landsins. Sjókvíaeldi er ekki boðleg aðferð við matvæla­ framleiðslu. Við bendum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál betur á heimasíðu okkar iwf.is og síðu okkar á Facebook. Helspor sjókvíaeldisins Eldislax í sjókví í Berufirði. Að jafnaði er um helmingur eldislaxa í sjókví vanskapaður, heyrnarlaus eða nær ekki fullum þroska vegna þeirra aðstæðna sem þeir lifa við þau tvö ár sem þeir eru hafðir í sjó. MYND/ÓSKARPÁLLSVEINSSON mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns SUM RTILBOÐ PAVLOVA 1.950 KR.- Tilboð gildir frá 22. apríl til 2. maí kynningarblað 7LAUGARDAGUR 24. apríl 2021 MATVÆLAIÐNAÐUR Í ÍSLANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.